Manhattan

Ógisslea gaman. Þrátt fyrir magaskot í byrjun ferðar.

Það sem kom á óvart:

Breiðgöturnar eru ekkert breiðar.

Manhattanbúar upp til hópa indælir.

Engin glæpagengi sjáanleg, fannst ég bara örugg.

Hve Central Park er yndislegur.

Hve hótelið var fínt, með art deco innréttingar í móttöku og lyftum.

Það sem kom ekki á óvart:

Góður félagsskapur.

Háar byggingar.

Vont kaffi.

Við skoðuðum 5. hæðina á MoMA og það var nóg fyrir þessa ferð. Meistaraverk hvert sem litið var. Við þurfum að gera okkur aðrar ferðir fyrir hinar hæðirnar, ein á ári væri passlegt.

Við fórum á matarmarkað, eða kannski frekar stóra kjörbúð, sem var geggjuð. Ég tók upp myndavélina og ætlaði nú aldeilis að geyma minningarnar en var beðin um að hætta eftir fyrstu mynd "Competitional purposes, mam". Tókst samt þó að grenja út tvær.

Ég fékk steik lífs míns, enn sem komið er amk. Það hefði mátt tyggja hana með augnlokunum og hún hefði dugað fyrir 4 manna fjölskyldu. Var reyndar ætluð okkur tveimur. Greinilegt að Michael Douglas finnst líka steikurnar á þessu veitingahúsi góðar, áritaðar myndir af honum, söddum og brosandi, upp um alla veggi. Ásamt öðrum frægum.

Ég keypti mér grænan iPod og geng nú um í lítilli hamingjukúlu með hann í eyrunum, hvert sem ég fer, klósettið þar með talið.

Annars er slatti af myndum á flickr, http://flickr.com/photos/44578085@N00/

Jú, og ég fékk mér Cosmopolitan. Hann er vondur. Drakk hann samt af því ég var á Manhattan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband