Færsluflokkur: Matur og drykkur

Allrasviðamessa

c_documents_and_settings_owner_my_documents_my_pictures_2006_04_06_img_0117.jpg

Í "Sögu daganna" segir að Allraheilagramessa hafi verið 1. nóvember og helgidagur allra dýrlinganna sem komust ekki fyrir í almanaksárinu. Þá átti að gefa ölmusu. Daginn eftir var svo Allrasálnamessa. Árni Björnsson nefnir að líklega hafi eldri vetrarfagnaður á þessum tíma fest svona í sessi við kristnina. Ekki kemur fram hvaða fagnaður það hafi verið en hugurinn fer á flug þegar hann nefnir svo að til hafi verið sviðamessa hér, þegar sviðin voru étin nokkru eftir lok sláturtíðar. Kannski íslensk uppskeruhátíð.

Gaman væri nú ef uppskeruhátíð yrði aftur tekin upp hér og þá gætum við holað út kindahausa og kveikt á kertum í þeim svo ljósið skini fagurlega út um augun.

 Það skal tekið fram að húsbóndinn á allan heiður af þessu grimmdarlega graskeri.


Ja men...Herregud!

Hvað er líka verið að reyna að samræma ósamræmanlega hluti með að gerilsneyða ekki framleiðslu sem á að geyma lengi og selja um langan veg? Ef maður vill ógerilsneytt verður maður að reikna með kröftugri bakteríuflóru og reyna því að innbyrða vöruna áður en sýklaherinn hefur fjölgað sér um of.

Vona að þetta fólk muni ná sér.


mbl.is Lamaðir vegna neyslu gulrótarsafa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Magi Reykjavíkur

Fyrir nokkru las ég pistil, eftir karlmann sem ég man ekki nafnið á og í riti sem ég man ekkert um heldur. Það sem er mér minnisstætt er að þar fann ég einhvern annan en mig sem langaði til að fá matarmarkað í Reykjavík. Hann gaf honum heitið "Magi Reykjavíkur".

 Ég hef látið mig dreyma um íslenskan matarmarkað frá því ég bjó á Spáni. Þar væri hægt að fá allan matinn sem fylgir hverri árstíð hér og í löndunum í kring:

Á vorin rauðmaga, hrogn og bjargfuglaegg. Kindakjöt úr vorslátrun.

Sumrin færðu okkur blóðberg, hvönn og annað gott krydd, rabarbara, hundasúrublöð í salöt og stilkana í súpu, fíflamarmelaði og fíflavín, söl og skelfisk, lax og silung, bæði nýjan og reyktan. Kannski jarðarber frá Norðurlöndunum.

Seinni hluta sumars og fram á haust væri gnótt uppskeru: Kartöflur, gulrætur, rófur og kál, lyngber og runnaber og afurðir úr þeim; sultur og vín. Kjötsúpuvagnar sem seldu ilmandi súpu úr nýslátruðu til að taka með heim eða borða á staðnum. Epli, perur, tómatar, laukar og fleiri ávextir og grænmeti utan úr heimi, sem væri tínt þroskað en ekki látið þroskast í ethylene-mekki í gámum á leiðinni til landsins eða ræktað hér langt fyrir norðan útbreiðslumörk undir gleri.

Veturinn færði okkur viðskiptavinum markaðsins svo villibráð og afurðir úr henni.

Allan ársins hring gæti maður gengið að góðum ostum vísum þar, bæði ær- og kúaostum. Kindabændur slátra nú allan ársins hring, kannski væri hægt að fá bragðmeiri kjúkling sem hefði nærst á öðru en eigin úrgangi og fengið að viðra sig, jafnvel hænuegg af sama stað. Fisksalinn stæði auðvitað keikur með allt sem smábátaeigendur fengu hér úti á Faxaflóa daginn áður og vínsalinn byði upp á allskyns vín og brennivín bragðbætt með einkennisjurt hverrar sýslu.

Hvernig væri að sameina matarhluta Kolaportsins og sveitamarkaðina á höfuðborgarsvæðinu, auk annarra svipaðra, undir einu, stóru þaki í nýja skipulaginu við Reykjavíkurhöfn?

Ég myndi kaupa þar inn á hverjum degi.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband