Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Þvílík forsjárhyggja

Ég efast ekki um að gott eitt liggi hér að baki hjá lögreglunni en svona ýfir ógurlega á mér fjaðrirnar. Mér finnst þetta sýna þá skoðun að almenningur sé ósköp vitgrannur og gleypi við öllu og því þurfi að hafa fyrir honum vit. Og það skyldu ráðamenn aldrei ætla.
mbl.is Lögregla biður landsmenn að taka fréttum frá mótmælendum með gagnrýnum huga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vorið kom í London

IMG_0595 

Ó, það var svo gaman og gott að koma til Ingu. Alveg magnað hvað húsið þeirra á Byeway á sterkar taugar í manni, þrátt fyrir að ég hafi ekki komið þangað oft. Svo var ekki leiðinlegt að hafa Maddý og Oddný með. Oddný reyndist hafa búið þarna út um allt og var enn með strætókerfið nokkuð á hreinu eftir 27 ár. Enda ekkert verið að skipta um númer og leiðir í London. Það bara virkaði, virkar, mun virka.

Ég dró hópinn í Kew, Maddý í Tate og Oddný okkur Ingu í Shephards Bush. Inga fór svo með okkur Oddný í Húsdýragarðinn.

Við Maddý hlupum meðfram Thames einn morguninn og fíluðum okkur ógurlega vel. Gott ef það var ekki sama dag og við fórum í Tate, skoðuðum suðurbakkann, fengum okkur te á Savoy og enduðum svo í frægustu veiðibúð landsins, þar sem Kalli prins og hans klan kaupir inn fyrir veiðitúrana.

Öll tré standa nú í blóma og ég tók svo mikið af myndum að ég vel bara örfáar úr, þær eru hér http://www.flickr.com/photos/framnesid/. Verð samt að láta Savoy myndina af okkur fylgja hér.

Hjartans þakkir, Inga, Oddný og Maddý, þetta var minnistæð ferð.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband