Eyðimörk

Ég hlýt að vera með kalt blóð eins og skriðdýr. Þegar er svona kalt, svona lengi, hætti ég að geta hreyft mig mikið og væflast bara um og bíð örlaga minna. Dreg mig inn í iPodinn. Hjartað slær hægt, mér er kalt en alveg sama, vil bara stússast hér heima og þá aðallega elda og baka, eitthvað heitt og nærandi. Ég er síþyrst, húðin er strekkt, en einhverra vegna er húmorinn í góðu lagi, skapið líka.

Reykjavík er eins og saltbökuð og tjöruborin eyðimörk núna. Ekki hægt að rekast utan í vegg eða girðingu án þess að fá banvæna bletti í flíkurnar.

Ég keypti "Feasts" eftir hana Nigellu í útlöndunum. Við erum greinilega tengdar í sömu innstungu. Skiljum að það eina sem er betra en matur er meiri matur. Og ég vitna í bls. 104 þar sem hún lýsir svo fallega hvernig maður eldar maríneraða svínarúllu með linsum og bætir svo inn í: "If you want to cook some Italian sausages to serve with the lentils, in place of the pork or, rather excitingly, to add to it..." Ég gæti búið með þessari konu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband