Kaþólskir prestar og fleira

Kvöldmaturinn var steiktar kartöflur með steinselju og cheddar. Gott.

Hjólaæði Míunnar heldur áfram. Svo varð ég ógurlega pirruð í kvöld og fannst að ég þyrfti svo mikið að fá frí frá stöðugri barnaumönnun að ég var leiðinleg við bæði börnin, aðallega Míuna þó, og setti allskonar skilyrði fyrir móðurástinni; fara fljótt að sofa, vera þæg, bursta sjálf, blablabla....

Þegar ég var svo búin að dömpa öllu á Kristján, vissi ég ekkert hvað ég ætti að gera við sjálfa mig og sótti huggun í lélega sjónvarpsdagskrá.

Auðvitað endaði ég á rúmstokknum hjá Agli og útskýrði fyrir honum a) hvers vegna hann mætti ekki sjá Hannibal the cannibal og b) hvað kaþólskir prestar væru og af hverju væri fyndið að sjá þá fyrir sér: "...skipping in the meadows in our lacy frocks and caps." Ég er ekki viss um að hann hafi náð því. Eða þú.

Í framhaldi af því; mikið væri gaman að hitta John, Gerry og Vinnie aftur. Eða kannski bara vandræðalegt, ég veit ekki.

Alla vega, þetta er eitt þessara kvölda sem ég veit ekki alveg í hvaða hlutverki ég er.

Yfir og út.

 

P. S. Svo bara drullusé ég eftir því að hafa ekki farið á uppfærsluna á Pétri Gauti sem er verið að sýna í Lundúnum núna. Veit að Stefanía fór tvisvar. Öfunda hana. Vísa í bloggið hér til hliðar.


Mía á hjólinu

Tókum hjólið hennar niður í dag, bæði dekkin voru loftlaus svo við hófum hjólaárstíðina á því að fara niður á Olísstöð. Svo var hjólað til baka, amk að mestu leyti. Laukarnir sprautast upp í garðinum og ég sá ekki betur en þrestirnir væru byrjaðir á hreiðurgerð í grenitré við Millistíg. Auk þess fengu táneglurnar bleikt naglalakk í morgun og hafa fengið að vera berar í dag. Semsagt, og byrjar hún enn, it´s that time of the year!

 


Eyðimörk

Ég hlýt að vera með kalt blóð eins og skriðdýr. Þegar er svona kalt, svona lengi, hætti ég að geta hreyft mig mikið og væflast bara um og bíð örlaga minna. Dreg mig inn í iPodinn. Hjartað slær hægt, mér er kalt en alveg sama, vil bara stússast hér heima og þá aðallega elda og baka, eitthvað heitt og nærandi. Ég er síþyrst, húðin er strekkt, en einhverra vegna er húmorinn í góðu lagi, skapið líka.

Reykjavík er eins og saltbökuð og tjöruborin eyðimörk núna. Ekki hægt að rekast utan í vegg eða girðingu án þess að fá banvæna bletti í flíkurnar.

Ég keypti "Feasts" eftir hana Nigellu í útlöndunum. Við erum greinilega tengdar í sömu innstungu. Skiljum að það eina sem er betra en matur er meiri matur. Og ég vitna í bls. 104 þar sem hún lýsir svo fallega hvernig maður eldar maríneraða svínarúllu með linsum og bætir svo inn í: "If you want to cook some Italian sausages to serve with the lentils, in place of the pork or, rather excitingly, to add to it..." Ég gæti búið með þessari konu.


Manhattan

Ógisslea gaman. Þrátt fyrir magaskot í byrjun ferðar.

Það sem kom á óvart:

Breiðgöturnar eru ekkert breiðar.

Manhattanbúar upp til hópa indælir.

Engin glæpagengi sjáanleg, fannst ég bara örugg.

Hve Central Park er yndislegur.

Hve hótelið var fínt, með art deco innréttingar í móttöku og lyftum.

Það sem kom ekki á óvart:

Góður félagsskapur.

Háar byggingar.

Vont kaffi.

Við skoðuðum 5. hæðina á MoMA og það var nóg fyrir þessa ferð. Meistaraverk hvert sem litið var. Við þurfum að gera okkur aðrar ferðir fyrir hinar hæðirnar, ein á ári væri passlegt.

Við fórum á matarmarkað, eða kannski frekar stóra kjörbúð, sem var geggjuð. Ég tók upp myndavélina og ætlaði nú aldeilis að geyma minningarnar en var beðin um að hætta eftir fyrstu mynd "Competitional purposes, mam". Tókst samt þó að grenja út tvær.

Ég fékk steik lífs míns, enn sem komið er amk. Það hefði mátt tyggja hana með augnlokunum og hún hefði dugað fyrir 4 manna fjölskyldu. Var reyndar ætluð okkur tveimur. Greinilegt að Michael Douglas finnst líka steikurnar á þessu veitingahúsi góðar, áritaðar myndir af honum, söddum og brosandi, upp um alla veggi. Ásamt öðrum frægum.

Ég keypti mér grænan iPod og geng nú um í lítilli hamingjukúlu með hann í eyrunum, hvert sem ég fer, klósettið þar með talið.

Annars er slatti af myndum á flickr, http://flickr.com/photos/44578085@N00/

Jú, og ég fékk mér Cosmopolitan. Hann er vondur. Drakk hann samt af því ég var á Manhattan.


Lygn streymir Don

Voru lokaorðin í frétt á mbl.is um að Blanda sé að ryðja sig. Veistu hvað ég mundi þá? Þegar ég las "Lygn streymir Don" var ég svona 16-17 ára og gleggsta minningin er ekki bókin heldur að ég reyndi að endurgera matinn úr henni heima. Bakaði einhverjar hveitikökur á pönnukökupönnunni hennar mömmu og át þær, löðrandi í smjöri, meðan ég las. Eða var það meðan ég las "Við lifum á líðandi stundu"?

 


Kvöldið ónýtt

Netið át mig í kvöld og ég hef gefist upp, er komin með restina af jólakoníakinu í glas og tilbúin að fara þangað sem vafrinn fer með mig.

Eins og þangað sem ég fann þessa mynd og fleiri í sama stíl:                     Ungfrú Ameríka Heil síða af fótósjoppuðum myndum af ungfrú Ameríku í ár: http://forums.fark.com/cgi/fark/comments.pl?IDLink=2574873

Dularfulli staðurinn þar sem þau eðlislögmál sem íþyngja okkur annars staðar, virðast ekki gilda:

http://www.mysteryspot.com/index.html

mystery spot

Amerískar mállöggur og kverúlantar:

http://scienceblogs.com/omnibrain/2007/02/the_most_mispronounced_words.php

Hér má ná kabbalístískri upphafningu, bara með því að horfa á myndskeið. (Set þessa mynd með af því ég kann við litina og hún minnir dálítið á Sigtrygg.) http://scienceblogs.com/omnibrain/2007/02/what_are_the_other_states_of_c.php

kabbalismi

 

Ég skemmti mér við ruglandi myndir:

http://www.frogview.com/show.php?file=1190

Og þaðan, guðirnir hjálpi mér, að þessu og ég læt það vera síðasta stoppið í kvöld. Vona að mig dreymi ekki illa um þetta nýjasta heilkenni: http://rawstory.com/showarticle.php?src=http%3A%2F%2Fsociety.guardian.co.uk%2Fhealth%2Fstory%2F0%2C%2C2000991%2C00.html


Vinur okkar, Inigo Montoya, hitti naglann á höfuðið

Á að vera að vinna en er að ráfa um á netinu, datt inn á þetta um leið sem ég er búin að gleyma. Gullfallegt dæmi um hvernig má segja hið ósegjanlega.

http://scienceblogs.com/authority/2007/01/quote_of_the_day_the_inigo_mon.php

Og nú að Húsmæðrunum.

 

 


Ætlaði alltaf að bæta þessu við.

Hvað á að gera við stelpuna?

Sting'enni ofan í mykjuna,

lok'ana úti og lemjana

og láta bola ét'ana.

 

Hvað á að gera við strákaling?

Sting'onum ofan í kolabing,

Lok'ann úti í landsynning

og lát'ann hlaupa allt í kring.

 

Úr Kjósinni, skv Þóru.


Heimurinn stækkaði

Lyktarskynið  er eitt elstu skynfæranna. Það hefur beinni taugaleið inn í heilann en flest önnur skynfæri okkar og liggur að lyktarskynsberki auk þess sem taugar tengdar lyktarskyni liggja til möndlu (amygdala) og í dreka (hippocampus) sem eru tilfinninga- og minningastöðvar. Það er ástæða þess að ákveðin lykt getur kveikt með okkur mjög sterkar minningar og tilfinningar.

nef

Frá því ég man eftir mér, hef ég tekið eftir lykt og tengt hana fólki og stöðum. Ég hef ekkert betra lyktarskyn en gengur og gerist, ég virðist bara nota það meira vísvitandi en flestir sem ég þekki. Minn skynheimur er því kannski obbolítið öðruvísi en þinn. Ég hugsa í litum, hljóðum, orðum og öllu hinu en þess utan líka í lykt.

Þar sem okkar menning skammast sín fyrir lykt, hef ég ekki mikið auglýst þetta.

Ég er nýbúin að komast að því að það er til fullt af fólki sem finnst sjálfsagt að halda úti heilum vefsíðum um málið og gera list úr lykt. Það eru að sjálfsögðu til ilmvatnsmeistarar og ilmsagnfræðingar, það vissi ég, en þarna er líka fólk sem hefur einfaldlega lyktarheiminn að áhugamáli, rétt eins og ég, og gerir ekki endilega greinarmun á dýrustu ilmvötnum og lyktinni af malbiki eftir rigningu eða mismunandi mengunarlykt borga. Svo er alltaf verið að rannsaka lyktarskyn manna og áhrif þess á atferli okkar.

Þetta var bloggið sem ég datt inn á og hef síðan kannað slóðirnar sem liggja þaðan:

http://perfumesmellinthings.blogspot.com/

Þessi hér er mjög skemmtileg:

http://www.sirc.org/publik/smell.pdf

http://www.sirc.org/publik/smell_culture.html

og margar, margar aðrar - heill heimur.


Hlustið á þetta

http://myspace.com/musicperla

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband