Brandó:24

img_0075.jpg

                                                             

Það var á þriðjudaginn sem við höfðum ýsuna í kvöldmatinn. Það var heilmikill afgangur, nóg til að fæða þurftalitla fjölskyldu á Suðurhveli jarðar í viku eða 2 máltíðir fyrir Brandó. Daginn eftir var kjúklingur í matinn og afgangur af honum líka. Það kvöld var sá loðni farinn að láta á sjá og orðinn gliðsa við átið. Eftir á lagðist hann upp í rúm, á bakið, og horfði stjörfum augum til lofts. Það náðist því miður ekki mynd af því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ja, heppinn köttur! Ég er komin með bloggsíðu www.blog.central.is/bloggaraspogg
Endilega kíktu á hana reglulega, ég ætla að fá útrás á henni hehe

Adda í Kópavogi (IP-tala skráð) 15.9.2006 kl. 17:16

2 identicon

gliðsa??? aldrei heyrt það áður.

thora gunnarsdottir (IP-tala skráð) 15.9.2006 kl. 19:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband