Sunnudagurinn 13?

Hvað er að gerast? Já, ég veit að ég braut spegil í fyrradag en komonn!

Dagurinn var fínn framan af. Svo leið að því að ég færi með Egil í pössun til afa og ömmu af því ég ætlaði með Klöru á Pinu Baush í Borgarleikhúsinu klukkan 8. Ég hafði litlar áhyggjur af því þótt drengurinn væri úti, hann var með gemsa um hálsinn. Svo ég hringdi í hann. Og Egill svaraði ekki. Og ég hringdi aftur. Og sendi SMS. Og rétt fyrir sjö fór ég að hringja heim til félaga hans. Enginn hafði séð hann síðustu tímana. Rúmlega sjö fór ég að búa mig undir að semja við föðurinn um að hann kæmi hingað heim og tæki á móti drengnum þegar hann sýndi sig. Þá heyrði ég að strákagengið var komið hér inn í garð svo Egill náðist og var settur inn í bíl. Þegar ég keyrði af stað fann ég að ekki var allt sem skyldi með bílinn og jú...sprungið á afturdekki. Ég hringdi í Klöru og bað hana að koma sér sjálfa í leikhúsið, hringdi í leigubíl og fór með drenginn til afa og ömmu og fékk þar lánaðan bíl til að klára þetta dæmi.

Millikafli: Sýningin var hreint frábær! Tónlistin, dansinn, leikmyndin...allt!

http://www.pina-bausch.de/

Á leiðinni út úr Borgarleikhúsinu lenti ég í árekstri við konu og missti gersamlega jafnvægið. Ímyndið ykkur að standa í mannþröng og hafa bara pláss fyrir hænuskref aftur á bak og annað áfram. Og lenda svo í árekstri. Til að detta ekki greip ég í kjólinn hjá konunni við hliðina og steig aftur á bak ofan á tána á Klöru. Báðar fyrirgáfu mér en þetta var ferlega vandræðalegt samt. Svo missti ég farsímann upp úr veskinu, í stéttina og lokið datt af honum.

Ferðin heim gekk vandræðalaust, bæði á Hlíðarveg og í Fögrubrekku og svo keyrði Jón okkur Egil heim.

Hér við útidyrnar, meðan ég var að stinga lyklinum í skráargatið, dundaði Egill sér við að sveifla lyklinum sínum í hringi á bandinu og sló kippunni svo illilega í fingurinn á mér að sprakk undan og og fingurinn er blár og bólginn.

Nú er ég að hugsa um að koma mér í rúmið, hafandi deilt þessu með þér, og ljúka þessum degi áður en eitthvað fleira gerist.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Díses Kræst! Aumingja þú! Þvílíkur dagur. Vona að dóttir mín hafi ekki aukið á hann. Ætla að tala við hana í kvöld. Þakka þér kærlega Ásta mín.

Kiss á puttann, plástur á símann. Hefurðu ath með umbunakerfi fyrir Egil? Svona eins og í Super Nanny til að reyna að venja hann af töfrabrögðunum.

thora gunnarsdottir (IP-tala skráð) 18.9.2006 kl. 09:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband