Svarið við lífsgátunni

Þessi þriðjudagur hefur náð að vera afskaplega pirrandi, þrátt fyrir að enn sé ekki komið hádegi. Ég hef semsé lent illilega í tvíbókunum Reiknistofunnar og er nú með hálft bankaútibú að reyna að fá botn í debitreikninginn minn. Svo rakst ég á skápakarlrembuna í lífi mínu sem taldi sér skylt að commentera á þátt sem ég er að fara að þýða og tjá mér að þetta væri feminísk útgáfa af West Wing og ylli sér ógleði. Hvernig ber mér að skilja þetta? Að þátturinn sé líkur West Wing og rembunni þyki sá þáttur leiðinlegur? Að West Wing sé ágætlega heppnaður en femínísk útgáfa af honum sé leiðinleg? Eða bara að sú kjánahugmynd að kona væri Bandaríkjaforseti sé bimbófantasía sem valdi hverjum raunveruleikatengdum manni ógleði? Það versta er að tiltekin remba er manna hörundsárastur fyrir því að lítið sé gert úr réttindum karla og hefur EKKI húmor fyrir slíku.

Hafandi sagt þetta þá hef ég ekki einu sinni séð þáttinn og það getur vel verið að hann sé ógleðivaldandi en tæpast vegna þess að aðalpersónan er kona í karlastarfi.

En lífið er ekki bara svart, ónei. Ég fann semsagt svarið við lífsgátunni á Vísindavef Háskólans í gær og enn og aftur sannar það sig að það var ekki rétta svarið sem vantaði heldur rétta spurningin og ég vil þakka Ævari Þóri Benediktssyni fyrir að detta ofan á hana. Njótið vel:

http://visindavefur.hi.is/?id=6160

Annars var þjónustufulltrúinn minn í bankanum að hringja og segja mér að ég væri ein af örfáum heppnum sem fá að halda áfram í tvíbókunum Reiknistofnunarinnar eitthvað fram eftir degi. Reikningar annarra hafa verið leiðréttir en sem sagt ekki minn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ææ, ekki gaman að lenda undir hnífnum hjá Reiknistofunni! Bið ekki að heilsa karlrembunni, hann er heppinn að hitta mig ekki. Eigðu góðan dag og takk fyrir að vera búin að stilla bloggið þitt þannig að ég get kommentað. Hef svo gaman af að tjá mig. Kveðja, Adda

Adda (IP-tala skráð) 12.9.2006 kl. 22:16

2 identicon

til hamingju með náðarsamlega meðferð hjá reiknistofunni. annars er Geena Davis nokkuð hress sem "the girl" með fjölskylduvandamál sem hún þarf að díla við eins og við hinar jafnhliða starfinu. málið leysist þegar hún fær bara mömmu sína til að flytja inn til þeirra. er það ekki týpísk skilaboð ; "kona getur sko alveg orðið forseti USA....EN.....maðurinn hennar veldur ekki bæði starfinu sem "the first man" og að vera heimavinnandi húsfaðir. eitthvað sem ég er búin að reka mig á í námi erlendis en skildi fjölskylduna eftir heima!!!!!ó mæ god. það má reka það upp í karlrembuna að þetta er ekki reflective á hana sem forseta heldur hann sem forsetamaka. karlmenn geta bara ekki alið upp börn.......eða samfélaginu finnst það að minnsta kosti. og hana nú!

thora gunnarsdottir (IP-tala skráð) 13.9.2006 kl. 23:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband