10. júní!

Klukkan 4 í dag voru 42 ár frá því að ég skaust í þennan heim. Mér skilst að ég hafi verið mikið af flýta mér þá og enn í dag er mér meinilla við að vera lengi að gera hlutina.

Ég var fyrst á fætur hér á heimilinu í morgun og það út af fyrir sig gerir daginn sérstakan því Kristján hefur hingað til verið kominn fram á undan mér.

Svo skutlaðist ég til að ná í boli handa okkur Margréti og náði í kruðerí í leiðinni. Hlustaði á útvarpið í bílnum og söng hástöfum með "'I'm alive...and the sun shines for me today" og "Celabration".

Kvennahlaupið (les. gangan) var sallafínt. Þar mátti sjá amk 3 steggi, þar af einn sem var mjög flóttalegur á svipinn með stórt skilti sem á stóð "Konur kunna ekki að hlaupa!", og slatta af hundum í grænum bolum.

Seinnipartinn stóð til að kíkja á Hátíð Hafsins og fá sér eitthvað sjávarfang í afmæliskvöldverð en við komum of seint svo við fengum enga humarsúpu og ekki borð á 2 fiskum og enduðum á Thai Crüi og sáum EKKI Bobby Fischer þar. Veit ekki alveg hvernig spilast úr kvöldinu, veðrið er yndislegt og býður upp á labbitúr, í það minnsta.

Hér erum við Margrét, Egill vildi ekki vera með þrátt fyrir nýfengnar grænar vampírutennur.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

en fínar!...og svona sposkar llíka.....eins og þið væruð að hugsa "eigum við að éta hann?"

vona að þú hafir fengið ammillisessemmessið frá mér. hugsaði að minnsta kosti mikið til þín og keypti handa þér gjöf. Nú er bara að koma henni heilli heim.

Þóra

thora gunnarsdottir (IP-tala skráð) 11.6.2006 kl. 09:34

2 Smámynd: Ásta Kristín Hauksdóttir

Takk, Þóra mín, ég fékk SMS-ið og bíð í ofvæni eftir (brothættri? rosalegri stórri? hvarfgjarnri?) gjöfinni.

Ásta Kristín Hauksdóttir, 11.6.2006 kl. 18:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband