Barna"gælur"

Nei, er reyndar ekki að vísa í níðingsskap með þessari fyrirsögn. Hins vegar hef ég oft velt fyrir mér textanum í vögguvísum sem er oft pínulítið og stundum ekki svo lítið hryllilegur. "Úti bíður andlit á glugga", "í jöklinum hljóða dauðadjúpar sprungur", og dettur ekki hreiðrið úr trénu og eggin öll úr í "Rockabye baby"? Man lauslega eftir að einn kennaranna minna við íslenskudeildina hafi líka velt þessu fyrir sér en ekki hvort hún hafði hugmynd af hverju þetta er svona. Kannski svona Rauðhettuaðvörun; hér er hlýtt og þú ert örugg en ef þú ferð ein út í myrkrið....

Og ekki bara vögguvísur. Margrét er búin að læra lag sem hefur alla tíð valdið mér miklum heilabrotum:

"Æ. mamma, gefðu mér rós í hárið á mér, tveir litlir strákar eru skotnir í mér. Annar er blindur en hinn ekkert sér...." Grínlaust, hvað er í gangi hér? Húmor? Áminning um hégómaskap? Rímþurrð? Svo kenndi Mían mér næsta erindi:

"Þegiðu stelpa, þú færð enga rós. Farðu frekar með henni Gunnu út í fjós. Þar eru kálfar og þar eru kýr, þar eru fötur til að mjólka í." Hverskonar forsjárkona er svona trunta við saklaust barn?

Meiri gælurnar.

Einn nýr frá Agli:

Veistu hvernig lóur vinna fyrir sér? Þær pípa yfir blótsyrði í beinum útsendingum. Sbr. "...syngur lóa útí móa, bí, bí, bí, bí..."

Spaugstofan gæti notað þetta í "Fólkið á bak við tjöldin".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband