Hann á afmæli í dag...

Egill kom með nýjan brandara:

-Mamma, er Brandur með augabrúnir?

-Ja, kannski frekar veiðhár yfir augunum.

-Víst, þær eru bara út um hann allan.

Talandi um samvaxnar augabrúnir.

Annars á Brandó "hérvistarafmæli" í dag, kom sem sagt á þetta heimili fyrir 3 árum, þá spengilegur, ungköttur. Við ætlum að halda upp á daginn, Margrét er með mikil plön og ætlar að halda veislu með honum og mjúkdýrunum sínum. Okkur langar að gefa honum líkamsræktarleikfang, erum farin að hafa áhyggjur af þvermáli hans. Það eru til pennar með leisigeislum sem mynda litla depla á gólfi og veggjum. Hann ærist alveg ef hann sér svoleiðis og hleypur og stekkur þar til hann getur ekki meira. Hins vegar getur verið sárt ef þessu er beint að augunum og það gæti nú alveg gerst í hita leiksins. Svo nú er Kristján að reyna að finna mjótt vasaljós með sæmilega skörpum geisla, það má kannski nota það í staðinn. Svo fær sá loðni eitthvað gott að borða. Svo bætist nú við ístruna.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband