Plútóbrekka

c_documents_and_settings_owner_my_documents_my_pictures_2007_01_14_lent_112546.jpg
c_documents_and_settings_owner_my_documents_my_pictures_2007_01_14_lofti_112545.jpg

Við þangað í dag í snjónum og góða veðrinu. Systkinin komust í ham, bæði tvö, og um tíma mátti ekki milli sjá hvort væri meiri töffari. Svo urðu styttri lappirnar þreyttar á að labba upp brekkuna í 200. sinn svo við mæðgurnar fórum og gáfum andabrauð meðan Egill kláraði einhverja keppni við stráka sem hann hitti. Þegar við komum að Tjörninni voru þar múgur og margmenni og ég hélt þar af leiðandi að það yrði lítil lyst á brauðinu okkar. Svo reyndust þetta vera tómir túristar sem beindu bara myndavélum að fiðurfénaðinum en gáfu þeim ekkert að éta. Enda voru þær fúlar. Þær gerðu aðsúg að okkur svo ég varð að forða Margréti upp á bekk. Samt sýndi hún fádæma hugrekki, hugsaðu þér bara ef þú værir að gefa fuglum sem næðu þér í öxl. Og væru svona aðgangsharðir. Það kláraðist úr pokunum á mettíma og við flúðum.

Í Plútóbrekku var Egill enn á fullu en við lokkuðum hann heim með loforði um heitt kakó.

Ég er enn dösuð eftir tæplega tveggja tíma leik úti. Nú sitjum við hér, hjónaleysin, saman í sófanum en hvort með sína fartölvuna. Æ, þetta þætti nú bara menningarlegt ef við sætum hér hvort með sína bókina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert svo dugleg að nota snjóinn svona. Annað en ég, síkvartandi yfir kuldanum.

Gaman að hægt sé að skrifa komment aftur - ég hef ekki lengi gáð á síðuna þína, hélt að þú værir hætt að blogga bara!

Adda (IP-tala skráð) 16.1.2007 kl. 18:53

2 identicon

Ásta, hvað geymast svona gulrótarkökur lengi? Bara var að pæla....

Adda (IP-tala skráð) 16.1.2007 kl. 21:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband