Af Biblíunni og annarri menningu

c_documents_and_settings_owner_my_documents_my_pictures_albertina_ballerina.jpg

Við sátum þrjú og borðuðum kvöldmat í gær, ég og börnin. Egill var að velta fyrir sér Biblíunni, hefur verið að grípa niður í hana og velti fyrir sér hlutum eins og "á ég að gæta bróður míns". Svo fór hann að velta fyrir sér muninum á gyðingum og kristnum, gamla og nýja testamentinu. Rétt þegar samræðurnar voru um það bil að verða óþægilega háfleygar, greip Margrét frammí og skákaði bróður sínum: "Ég á líka bæði gamla og nýja Latabæ".

Við Margrét ætlum að eiga stund saman á morgun. Egill er hjá afa og ömmu í nótt og Kristján á helgarvakt svo við mæðgur ætlum í balletttíma (svo gaman að skrifa þetta orð svona) í fyrramálið, svo í göngutúr og svo jafnvel hádegismat. Ljúft. Svo fer ég jafnvel í bíó með þau bæði, ef nenna er til. Aumingja Kristján, alltaf hátíð þegar hann er að vinna. En þegar kötturinn bregður sér af bænum...

Annars er ég rosalega dofin í kollinum núna, nánast botnfrosin af skammdegisdrunga. Bendi þess í stað á bloggið hennar Öddu sem er með svaðalegra móti í dag. Slóðin er hér neðar og til vinstri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband