Kannanir

Ég lærði nýtt orð í dag. "Spelunking". Það þýðir "hellakönnun" en ekki veit ég hvaðan þetta kemur. Magnað. Eins og eitthvað úr Línu Langsokk. Svo slær maður þessu flissandi upp á netinu og fær milljónir niðurstaðna um hellarannsóknaklúbba og annað þessu tengt. Urban dictionary er líka með þýðingu á þessu notadrjúga orði en hún er að sjálfsögðu blautlegri. Fer ekki nánar í það hér.

Annað með kannanir. Og játningar. Ég er farin að stunda hálfgerðan netvoyeurisma. Ég er farin að lesa reglulega bloggsíðu konu sem ég kannast lítillega við en hitti bara á nokkurra ára fresti. Hún hefur víst ekkert á móti því úr því hún kýs netið sem sinn vettvang en mér finnst þetta kitlandi laumulegt sjálfri, að geta bara athugað hvað hún er að gera, dag frá degi. Þetta er sennilega aðalaðdráttarflið við blogg, það er eins og að liggja á glugga og gægjast á líf íbúanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband