Bloggfćrslur mánađarins, desember 2006
12.12.2006 | 20:34
Síđasta blogg ársins
Nú er Ţóra komin heim svo ég geymi ţetta blogg bara, nema tjáningarţörfin beri mig ofurliđi.
Ég er búin ađ vera hundveik, međ hita og hálsbólgu, síđan á sunnudaginn. Var samt ađ vinna til miđnćttis í gćr en búin ađ vera í rúminu í dag. Mér fer hćgt fram og kemst kannski á lappir á morgun en verđ samt greinilega ekki til neinna stórrćđa fyrr en seinna í vikunni.
Annars er skapiđ bara gott, allt ađ verđa svo jólalegt, bćđi leikskólinn og skólinn ađ sleppa sér í undirbúningi, Stekkjastaur kom međ ţau fallegustu epli sem sést hafa og ţau voru étin upp til agna. Gengur bara á međ smákökubakstri, jólagjafakaupum og skemmtilegheitum yfir höfuđ. Veit ekki hvađ ég geri međ jólatréđ í ár, reyni sennilega ađ fá ţađ hjá skógrćkt Mosfellsbćjar eins og síđustu ár. Fer í ţađ um helgina.
Svo á ađ reyna ađ vera í fríi milli jóla og nýárs.
En skipti nú semsagt yfir í órafrćn samskipti.
Myndin náđist hér úti í garđi í nótt, gćti veriđ Giljagaur.
Bless í bili.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:38 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
7.12.2006 | 21:09
Ţá er nćsta vika á hreinu
Margrét er međ hlaupabólu. Líđur bara alveg prýđilega, takk fyrir, en útsteypt á baki og bringu. Kristján á vakt til fimm nćstu viku og ég mest heima međ Margréti ţann tíma. Fyrir vikiđ eigum viđ deit á ţriđjudaginn, Ţóra, og viđ í hádeginu á mánudaginn, vona ég Adda, ţ. e. ef ţú hefur geđ í ţér til ađ borđa innan um hlaupabólurnar.
Annars hreinlega ekkert ađ frétta.
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
1.12.2006 | 21:26
Hierónýmus og sjálfspíslirnar
Ég er ađ lesa "Hugleiđingar um ţýđingar" eftir Jóhönnu heitna Ţráinsdóttur. Ásamt mörgu öđru skemmtilegu kemur ţar fram ađ tveir fornir Biblíuţýđendur, Ágústínus af Hippo og Hierónýmus, deildu hart um hvađa plöntu Drottinn hefđi látiđ spretta yfir Jónasi eftir dvöl hans í hvalnum. Hierónýmus sagđi ţađ hafa veriđ bergfléttu en Ágústínus grasker. Síđari tíma frćđimenn hafa komist ađ ţví ađ báđir höfđu rangt fyrir sér, ţetta mun hafa veriđ laxerolíutré, einnig nefnt Kristspálmi á íslensku. Svo heldur hún áfram og segir ţá báđa hafa veriđ tekna í dýrlingatölu ţótt Hierónýmus hafi lengi veriđ talin full vafasamur pappír til slíkrar upphafningar, verandi bćđi geđríkur og óbilgjarn í garđ andstćđinga. Hins vegar bjargađi honum dálćti hans á sjálfspíslum, enda varđ hann verndardýrlingur ţýđenda.
Nú, ég leitađi karlsins dálítiđ og komst ađ ţví ađ hann ber líka nafniđ Jerome og er sá sem dró ţyrninn úr loppu ljónsins og öđlađist ţannig óbilandi hollustu ţess.
Auk ţess ađ vera svona hrifinn af sjálfspíslum, kjaftfor og óbilgjarn, virđist hann sem sagt hafa veriđ fífldjarfur og ţar sem han eyddi 30 árum í ţýđingu sína á Vúlgötu, líka lygilega ţrjóskur. Skal ţví engan undra ađ hann sé verndardýrlingur stéttar minnar. En ekki bara hennar, heldur líka fornleifafrćđinga, skjalavarđa, Biblíufrćđinga, bóksafnsvarđa og námsfólks.
Já, viđ erum töff liđ.
Allt er ţetta inngangurinn ađ ţví ađ ég á ađ vera ađ ţýđa, af óbilgirni, ţrjósku og ást á sjálfspíslum, nćstsíđasta ţáttinn í skelfilegu, amerísku löggutugguţáttaröđinni. Í ţessum ţćtti mćtir FBI CIA svo allir sem hafa gaman af speglagleraugum og svörtum jakkafötum og hafa engan húmor, geta glađst ógurlega.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:39 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)