Bloggfærslur mánaðarins, október 2006

Hamingja og Pandóra

Ég var lengi að jafna mig eftir þessa síðustu færslu. Það er svona þegar maður lemur hausnum í vegg.

Í gærkvöldi sá ég Happiness. Þegar ég sofnaði var ég flissandi, döpur og sitthvað þar á milli. Ef ég væri listamaður myndi ég vilja að mín verk framkölluðu svona tilfinningar hjá fólki. Stórkostleg mynd en það eru nú fréttir fyrir fæsta aðra en mig þar sem hún er sennilega 10 ára gömul.

Annað fyrirbæri verður mér æ kærara, hún pandora.com. Ella í Skúla kynnti mig fyrir henni. Þetta er tónlistargenamengi, eins og það kynnir sig, og maður getur búið til sínar eigin útvarpsstöðvar. Að vísu má pandora ekki senda út fyrir US en það má nú bjarga því...

Ég er komin með margar stöðvar sem ég get stillt á eftir stuði og tækifæri. Maður gefur upplýsingar um þá tónlist sem maður vill hafa á stöðinni og hún er genagreind og svo er valin sú tónlist sem maður bað um og önnur sem telst lík henni. Svo getur maður gefið "thumbs up/down" og þrengt þannig enn frekar rammann sem valið er með.

 

 


Harmleikur - byssueign og ofbeldisdýrkun - geðbilun karla

Ég var að heyra um stúlknamorðin í Lincolnshire í Pennsylvaníu. Litlar Amish-stúlkur teknar af lífi, bundnar og skotnar við skólatöfluna af karlmanni sem hataði konur vegna einhvers sem kom fyrir hann fyrir 20 árum. 5 stúlknannna látnar, nokkrar enn mikið særðar.

Og maður verður svo reiður yfir því að aldrei sé tekið mark á almennri skynsemi, aldrei sé dreginn lærdómur af mistökum og endalaust hlustað á þá sem segja að almenn byssueign valdi ekki aukningu ofbeldisverka, gegndarlausar sýningar á ofbeldi, klámi og kvenfyrirlitningu í sjónvarpi, bíómyndum og tölvuleikjum hafi engin áhrif á unga menn og þeir sem haldi öðru fram séu bara einhverjar kommamussukellingar og kvenkarlar.

Og það grátlega við þessi morð eru að fórnarlömbin eru samfélag sem hefur gert sitt til að vernda börnin sín fyrir einmitt ofanskráðu.

Mér er orða vant.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband