Harmleikur - byssueign og ofbeldisdýrkun - geðbilun karla

Ég var að heyra um stúlknamorðin í Lincolnshire í Pennsylvaníu. Litlar Amish-stúlkur teknar af lífi, bundnar og skotnar við skólatöfluna af karlmanni sem hataði konur vegna einhvers sem kom fyrir hann fyrir 20 árum. 5 stúlknannna látnar, nokkrar enn mikið særðar.

Og maður verður svo reiður yfir því að aldrei sé tekið mark á almennri skynsemi, aldrei sé dreginn lærdómur af mistökum og endalaust hlustað á þá sem segja að almenn byssueign valdi ekki aukningu ofbeldisverka, gegndarlausar sýningar á ofbeldi, klámi og kvenfyrirlitningu í sjónvarpi, bíómyndum og tölvuleikjum hafi engin áhrif á unga menn og þeir sem haldi öðru fram séu bara einhverjar kommamussukellingar og kvenkarlar.

Og það grátlega við þessi morð eru að fórnarlömbin eru samfélag sem hefur gert sitt til að vernda börnin sín fyrir einmitt ofanskráðu.

Mér er orða vant.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá, ég er sammála þér. Gerum okkar til að uppræta ofbeldi úr þjóðfélaginu svo að svona nokkuð komi ekki fyrir börnin okkar eða barnabörn. Það ætti ekki að leyfa suma tölvuleiki og sumt sjónvarps-og videoefni sem til er hér. Sláum herör gegn ofbeldinu...og byrjum á að gelda alla karlmenn hehe....

Adda (IP-tala skráð) 3.10.2006 kl. 17:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband