30.11.2006 | 14:28
Innrás kroppaþjófanna
Já, ég veit. Þetta er ferlega slöpp þýðing. En ástæða titilsins er að ég held að það hafi einhver önnur en ég vaknað í bólinu mínu í morgun. Einhver sem vildi allt í einu morgunkaffið sitt svart og kom svo ekki tannþræðinum milli tanna sem hefur hingað til verið gjá á milli. Frekar vírað.
En það var ekki skipt um hversdaginn minn. Bara sama vinnan og heimilisstússið. Kristján og Margrét fara norður á morgun og það stóð til að nota helgina til þrifa en svo barst mér óvænt heilmikil vinna sem ég ætla að klára af í staðinn. Fínt, þetta verður feitur desember. Kannski svo feitur að ég geti ráðið fólk í þrifin hérna. Það væri eina vitið.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.