28.11.2006 | 15:08
Laufabrauð 2006
Snorri og Soffía tóku á móti klaninu síðasta sunnudagskvöld og það var skorið eftir kúnstarinnar reglum og líka eftir alveg glænýjum reglum. Hafa ekki sést jafn margar flottar kökur fyrr þótt jólastemningin hafi ekki alltaf verið til staðar. Ég vísa þar í Ghostbusters, orkídeumynstrið, kókflöskur og töluvert af prófílum af óþekktu fólki. Auk þess sáust aftur í ár fléttur af ýmsum gerðum.
Eins og sjá má af meðfylgjandi myndum, og fyrirsjáanlegt var, fer yngri kynslóðinni stöðugt fram að fríðleik og atgervi. Hitt kom meira á óvart að eldri ættarlaukar blómstra líka sem aldrei fyrr og raunar orðið erfitt að ímynda sér hvernig þetta endar eiginlega.
Mínar myndir heppnuðust ekki sem skyldi, fyrir utan portrett af Snorra sem ég er að hugsa um að stækka upp í meter x meter og setja á stofuvegginn hjá mér. Þó set ég slatta inn á flickr svæðið mitt og bið þig nú að smella á eftirfarandi slóð: http://flickr.com/photos/44578085@N00/
Elsku Snorri og Soffía, hjartans þakkir og ég vona að steikarbrælan sé farin út og flækingslæðan hætt að að ásækja ykkur.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.