Eymingja Arnaldur

Ég fór altso og sá Mýrina í dag.

Mikil lífsreynsla. Er ekki frá því að það verði litið á þetta sem tímamótamynd, fyrstu erkiíslensku myndina. Ég var svo sem búin að heyra þetta utan af mér, fór á fyrirlestur fyrir nokkru þar sem myndin var rifin niður vegna klisjanna sem í henni eru og las svo dóm um sama. En ég er jákvæð manneskja og Baltasar og Arnaldur mínir menn svo ég fór glöð í bragði. Brá fyrst þegar kunnugleg myndskeið fóru að hrannast upp en svo var þetta bara orðið fyndið og maður lagði sig fram um að taka eftir minnunum úr öllum íslenskum myndum sem ég hef séð:

Mosagróið hraun, loftmynd tekin lágt yfir það og á töluverðurm hraða. (Eins og byrjunarsena Arnarins) Til staðar.

Ditto loftmynd af vegi gegnum hraun og bíll sem keyrir eftir honum. Til staðar.

Eyðileg strandlengja og hrörlegt hús með brimið í baksýn. Til staðar.

Karlakór. Til staðar og ekki sparaður.

Skeggjaðir sérvitringar. Til staðar.

Óþrifalegir sérvitringar. Til staðar.

Landsþekktir smákrimmar. Til staðar.

Loftmyndir yfir Reykjavík að vetrarlagi, komplett með Hallgrímskirkju og Esjunni. Til staðar.

Jarðhiti og virkjanamannvirki. Til staðar.

Lopapeysa. Til staðar.

Svið. Til staðar.

Kjötsúpa. Til staðar.

Það held ég.

En leikararnir stóðu sig allir frábærlega og alltaf skein í gegn þessi magnaði söguþráður, einhver sá besti sem ég hef lesið lengi, lengi, lengi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásta Kristín Hauksdóttir

Ætla að bæta hér við athugasemd við mitt eigið blogg. Frétti frá innanbúðarmanneskju í dag að þetta með slátrið væri vísun í sífellt kleinuhringjaát bandarískra kollega Erlends. Fattaði það ekki af sjálfsdáðum.

Ásta Kristín Hauksdóttir, 20.11.2006 kl. 13:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband