Æi...

Það er eitthvað svo örþunnur á mér skrápurinn í dag. Fötin stinga mig, það er kalt, ég er þreytt, það er of mikill hávaði. Ég er ekki að veikjast eða neitt slíkt. Þetta er bara þannig dagur.

Ég talaði við vinkonu í gær sem er nýkomin frá Equador og Galapagos-eyjum. Hún lýsti því fyrir mér að í rakanum í regnskóginum hafi hárið á henni lifnað við, krullast og skírst, auk þess sem varirnar á henni urðu bústnari. Nei, ekki af bjúg heldur bara af því allar frumur fengu þann raka sem þær í raun þurfa. Enda var hún þarna á þeim stað sem er talinn, ásamt Afríku, vera vagga mannkyns. Semsagt optimal aðstæður. Hér lægi beint við að segja eitthvað um veðrið hér á skerinu í dag en þess þarf nú eiginlega ekki.

Nú, ég stakk mér að sjálfsögðu beint í aldursreiknivélina sem er gefin upp í Mogga í dag. Við fyrstu, heiðarlegu, útreikningana kom í ljós að ég dey, södd lífdaga, 89 ára að aldri. Þar sem ég hef lengi ætlað mér að verða tíræð, fór ég gegnum þetta aftur og skóf af mér flesta, en ekki alla, ósiðina. Þannig náði ég 96 ára aldri og þá er nú skammt eftir í hundraðið. Stefni á það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyrðu, hvaða aldursreiknivél er það? Væri til í að vita hvað ég verð gömul!
Já, loftið er kalt og þurrt og ég skil þig vel að vera kalt bara. Mér er orðið alltaf kalt. Varðandi fötin, veldu önnur sem stinga ekki, það er mun betra. Nema þú sért orðin háð lopapeysunni í þessum kulda....

Adda (IP-tala skráð) 18.10.2006 kl. 17:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband