21.3.2006 | 20:01
Frosnar lýs
Stærsti og minnsta eru komin að norðan og með þeim hestur að nafni Salka. Hann hefur brokkað hér um íbúðina og hneggjað og frísað í allan dag.
Ég þarf víst ekki að sápuþvo garðinn minn, frostið sér sennilega fyrir lúsinni. Vonandi ekki bruminu líka.
Ég missti mig í voræði á laugardaginn, var berfætt í skónum og svona. Það er ekkert skrítið, það er næstum óbyggilegt á þessu landi yfir bláveturinn, verður ekki gott fyrr en í maí. Andinn storknar og blóðið flæðir hægt og maður er eins og eðla í kuldanum. Svo hlýnar allt í einu og maður man hvernig er að vera algerlega lifandi en ekki í þessum hálfdvala.
Set mynd af snjódropunum með, ef mér heppnast það þá.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.