Mellur og minnimáttar

Ég horfði á meirihlutann af spænskri mynd í gærkvöldi, Piedraz, um nokkrar konur sem leituðu hamingjunnar hver með sínum hætti. Meðan ég horfði, rann það upp fyrir mér hvað spænskir kvikmyndagerðarmenn hafa gaman af konum, konum sem eru mellur og konum sem eru þroskaheftar eða geðveikar. Og hve spænskar konur tala með sérkennilegum áherslum og raddblæ. Svona hvískrandi og ásakandi.

 Annars hafðist þetta bæði með hlaupið og myndavélina, tók meira að segja hina krúttlegustu mynd af snædropunum sem eru búnir að blómstra vikum saman undir rifsberjarunnunum mínum. Tók líka mynd af brumi á fuglakirsinu og tók þá eftir að helv. lúsin er mætt og farin að spinna. Þarf sem sagt að byrja að sápuþvo garðinn minn í vikunni.

Sonurinn kom heim glaður í bragði eftir sunnudagskvöldverð hjá afa og ömmu með skemmtilega hryllilegt leikfang frá litlu frænkum sínum. Það er gúmmíhauskúpa sem maður kreistir og þá þrýstist út um aðra hvora augntóttina glær belgur með blóði og lirfum. Já, já...

 En skattmann bíður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband