8.9.2006 | 13:37
Bjartur blámi
Það er rok og rigning, kalt, laufin fjúka blaut um allt og bílarnir skvetta úr pollum upp á gangstéttir. Svo ég vitni í Garfield: "This is all so perfectly depressing, I can't wipe this smile off my face."
Heillandi grein í Birtu í dag um sögu fingrabendinga. Það flottasta, fannst mér, er að V-merkið á sér þessa sögu: Í einhverjum af fjöldamörgum átökum Breta og Frakka gegnum tíðina, voru Frakkar ráðandi um tíma á Bretlandi og vinsæl skotmörk bogaskytta. Þá tóku þeir upp á því að höggva vísifingur og löngutöng af þeim sem voru grunaðir um slíkt athæfi og koma þannig í veg fyrir frekari skothríð. Bretar svöruðu með því að rétta upp hönd með þessum tveimur fingrum uppréttum og það þýddi einfaldlega: "Hef enn bogfingurna, passaðu þig bara".
Svo var ég að frétta af nýju orði "Wikiality" sem þýðir einfaldlega "raunveruleiki sem við komum okkur saman um".
Hvað væri það á íslensku? Wikreynd?
Athugasemdir
Jæja, skyldi ég geta kommentað? Annars....er algjört haustveður og býður upp á heitt kakó og flísteppi með góðri mynd í kvöld
Adda (IP-tala skráð) 8.9.2006 kl. 14:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.