Veðurvæntingar og fleira

Meiri heimsósómi, er ég hrædd um.

Þannig er að mér datt í hug í gær, meðan ég horfði á veðurfréttir hádegisfréttar Stöðvar 2, að það væri eitthvað stóreinkennilegt við framsetningu þeirra. Svo rann upp fyrir mér að veðurfréttamaðurinn var að reyna að selja mér veðrið. Hann gaf í skyn að þótt liti út fyrir rigningu næstu daga, yrði þó hiti víðast í tveggja stafa tölum og "miðvikudagurinn kæmi bjartur inn". Það er eitthvað kindarlegt við þetta, að minnsta kosti fyrir svona RÚV-rafta eins og mig sem viljum bara fá spár og veðurlýsingar án skreytinga.

Svo fór ég að hugsa þetta lengra og þykist nú hafa komist að þeirru niðurstöðu að þetta sé vegna þess að fólk hafi ákveðnar væntingar af veðrinu og Siggi Stormur hafi viljað fara varlega í að ganga gegn þeim. Við erum sem sagt orðin svo vön að geta stjórnað umhverfi okkar að við erum hætt að skilja að veðrið er...bara veðrið. Því stjórnar maður ekki.

Þetta eru svo sem ekkert nýjar pælingar í mér. Ég man enn þegar ég vann á Innanlandsflugi Flugleiða (hér fyrir margt um löngu) og lenti í því að reyna að útskýra fyrir reykvískum athafnamanni, sem VARÐ að komast á fund til Hornafjarðar, að það væri ófært. Alveg ófært. Landleiðina, flugleiðina, sjóleiðina og hugleiðina. Á meðan ég reyndi að koma honum í skilning um að þetta væri ekki úrræðaleysi starfsfólksins að kenna, var rokið byrjað að fletta þakinu af flugstöðvabyggingunni og snjóbíllinn beið mín af því Reykjavík var líka gersamlega ófær bílum. "En þú skilur þetta ekki, ég verð að komast í dag, annars verður það of seint".

Eftir á að hyggja getur vel verið að þetta hafi snúist um eitthvað allt annað en bisness hjá manninum, kannski ætlaði hann að taka til máls í brúðkaupi fyrrum kærustunnar þegar presturinn bauð kirkjugestum að tjá sig um meinbugi á verðandi hjónabandi. En það var samt þetta algera skilningsleysi hans á því að það væri ófært og ekkert hægt að gera í því sem situr í mér enn í dag.

Nú hefur sumarið verið alveg sérlega gott og það sem af er haustinu líka. Óvenjuleg hlýindi og blærinn yfirleitt ósköp blíður. En nei, fólk er óánægt og finnst að það ætti að hafa verið meiri sól. Og þá spyr ég: Samkvæmt hvaða stöðlum? Hvar fær fólk þá hugmynd að með réttu ÆTTI að vera meiri sól hér á sumrin? Og nú erum við alveg að koma að kjarna heimsósómavælsins í dag því það snýst ekki um veðurvæntingar heldur...amerískt sjónvarp og bíó!

Ég slæ því hér með fram að Íslendingar horfi á svo mikið af frá Ameríku, og þá langmest frá Kaliforníu, að þegar þeir líta út um gluggann hér heima sjái þeir lélegt veður á Kaliforníuvísu.

Þess vegna þarf að afsaka 15 stiga hita og dumbung á Íslandi í september.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég held að þetta sé alls staðar. þetta með veðurfréttirnar meina ég. alls staðar er verið að reyna að "poppa" upp veðrið vegna þess að fólk vill ekki fá vondar fréttir. hér í Gautaborg rignir mikið, meira að segja á íslenska vísu. gott dæmi að það ringdi svo rosalega í fyrradag að viðvörunarkerfið í bíl hér fyrir utan fór í gang. svíar kvarta yfir veðrinu hér en mér finnst það bara gott. ég meira að segja saknaði umhleypinganna í vetur þegar veðrið hér var 7-10 stiga frost, snjór og SÓL í 3 vikur.

annars....gastu ekki bloggað eftir 2 daga þegar það var mánaðar afmæli frá síðasta bloggi? hmmm!

thora gunnarsdottir (IP-tala skráð) 5.9.2006 kl. 16:41

2 identicon

ég held að þetta sé alls staðar. þetta með veðurfréttirnar meina ég. alls staðar er verið að reyna að "poppa" upp veðrið vegna þess að fólk vill ekki fá vondar fréttir. hér í Gautaborg rignir mikið, meira að segja á íslenska vísu. gott dæmi að það ringdi svo rosalega í fyrradag að viðvörunarkerfið í bíl hér fyrir utan fór í gang. svíar kvarta yfir veðrinu hér en mér finnst það bara gott. ég meira að segja saknaði umhleypinganna í vetur þegar veðrið hér var 7-10 stiga frost, snjór og SÓL í 3 vikur.

annars....gastu ekki bloggað eftir 2 daga þegar það var mánaðar afmæli frá síðasta bloggi? hmmm!

thora gunnarsdottir (IP-tala skráð) 5.9.2006 kl. 16:41

3 identicon

ég held að þetta sé alls staðar. þetta með veðurfréttirnar meina ég. alls staðar er verið að reyna að "poppa" upp veðrið vegna þess að fólk vill ekki fá vondar fréttir. hér í Gautaborg rignir mikið, meira að segja á íslenska vísu. gott dæmi að það ringdi svo rosalega í fyrradag að viðvörunarkerfið í bíl hér fyrir utan fór í gang. svíar kvarta yfir veðrinu hér en mér finnst það bara gott. ég meira að segja saknaði umhleypinganna í vetur þegar veðrið hér var 7-10 stiga frost, snjór og SÓL í 3 vikur.

annars....gastu ekki bloggað eftir 2 daga þegar það var mánaðar afmæli frá síðasta bloggi? hmmm!

thora gunnarsdottir (IP-tala skráð) 5.9.2006 kl. 16:42

4 identicon

ég held að þetta sé alls staðar. þetta með veðurfréttirnar meina ég. alls staðar er verið að reyna að "poppa" upp veðrið vegna þess að fólk vill ekki fá vondar fréttir. hér í Gautaborg rignir mikið, meira að segja á íslenska vísu. gott dæmi að það ringdi svo rosalega í fyrradag að viðvörunarkerfið í bíl hér fyrir utan fór í gang. svíar kvarta yfir veðrinu hér en mér finnst það bara gott. ég meira að segja saknaði umhleypinganna í vetur þegar veðrið hér var 7-10 stiga frost, snjór og SÓL í 3 vikur.

annars....gastu ekki bloggað eftir 2 daga þegar það var mánaðar afmæli frá síðasta bloggi? hmmm!

thora gunnarsdottir (IP-tala skráð) 5.9.2006 kl. 16:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband