Seinna sama lummulaugardag

Minnsta heyrði foreldrana tala um veðrið: "Bara fínt fyrir norðan?" "Já, 14 stiga hiti og sól á veröndinni" Þá segir skottið: "Það er alltaf gott veður á Akureyri." Ég sendi manninum grunsemdaraugnaráð. "Ég hef aldrei sagt þetta við hana!", sagði hann strax.

Þá er það sannað mál. Þetta er greinilega genetískt og hefur þróast á þessu ákveðna svæði. Þeir sem ekki sáu akureyrskt veður sem hið eina, sanna veður hafa verið drepnir á barnsaldri fyrir átthagasvik og því aldrei náð að fjölga sér. Eða gerðir útlægir og dreift sér um afganginn af landinu þar sem þeir þrífast.

Ekki enn komin í skokkið og myndavélina, keypti hinsvegar margar tegundir af tei í Söstrene Grene og er búin að prófa tvær. Laugardagskvöldið fer sem sagt í að smakka nokkrar mismunandi tegundir af jurtatei. Þetta væri dapurlegt ef það væri ekki svona..lummulegt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband