Allt í pati

Ţađ er einhvern veginn allt ađ losna úr böndunum ţessa dagana. Vesturbćjarskóla ađ ljúka og Egill sér frelsiđ í hillingum, ég flutt úr Skúla en ekki búin ađ fá inni í R.akademíunni svo vinnuađstađan mín er í bútum og kössum hér heima, Kristján ađ fara ađ vinna eftir mánađarfrí svo ekki heldur hann utan um heimiliđ mikiđ lengur og til ađ kóróna allt ákváđum viđ ađ fara í herbergjaskák og henni lauk svo ađ Margrét er í borđstofunni, Egill í hennar herbergi, hans herbergi orđiđ skrifstofa og borđstofuborđiđ komiđ fram í stofu.

Margréti líst ekki alveg á ţetta og Brandur beinlínis grćtur af ţví efri kojan hans Egils er orđin ađ venjulegu rúmi niđur viđ gólf. Ég hef einhvern veginn á tilfinningunni ađ svona verđi ţetta í sumar, veit ekki af hverju.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband