Færsluflokkur: Bloggar

Adieu, farewell, auf wiedersehen...

Ljóst að ég er hætt að blogga. Hins vegar sé ég að það eru alltaf einhverjar heimsóknir svo ég vildi bara segja það beint út. Ef ég byrja aftur, lofa ég að láta viðkomandi vita.

Takk fyrir mig.


Þvílík forsjárhyggja

Ég efast ekki um að gott eitt liggi hér að baki hjá lögreglunni en svona ýfir ógurlega á mér fjaðrirnar. Mér finnst þetta sýna þá skoðun að almenningur sé ósköp vitgrannur og gleypi við öllu og því þurfi að hafa fyrir honum vit. Og það skyldu ráðamenn aldrei ætla.
mbl.is Lögregla biður landsmenn að taka fréttum frá mótmælendum með gagnrýnum huga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vorið kom í London

IMG_0595 

Ó, það var svo gaman og gott að koma til Ingu. Alveg magnað hvað húsið þeirra á Byeway á sterkar taugar í manni, þrátt fyrir að ég hafi ekki komið þangað oft. Svo var ekki leiðinlegt að hafa Maddý og Oddný með. Oddný reyndist hafa búið þarna út um allt og var enn með strætókerfið nokkuð á hreinu eftir 27 ár. Enda ekkert verið að skipta um númer og leiðir í London. Það bara virkaði, virkar, mun virka.

Ég dró hópinn í Kew, Maddý í Tate og Oddný okkur Ingu í Shephards Bush. Inga fór svo með okkur Oddný í Húsdýragarðinn.

Við Maddý hlupum meðfram Thames einn morguninn og fíluðum okkur ógurlega vel. Gott ef það var ekki sama dag og við fórum í Tate, skoðuðum suðurbakkann, fengum okkur te á Savoy og enduðum svo í frægustu veiðibúð landsins, þar sem Kalli prins og hans klan kaupir inn fyrir veiðitúrana.

Öll tré standa nú í blóma og ég tók svo mikið af myndum að ég vel bara örfáar úr, þær eru hér http://www.flickr.com/photos/framnesid/. Verð samt að láta Savoy myndina af okkur fylgja hér.

Hjartans þakkir, Inga, Oddný og Maddý, þetta var minnistæð ferð.


Hlakka svo til...

...að fara til London. Búið að taka frá tíma fyrir Kew, Oddny vill fara á Notting Hill Gate og kannski fleiri markaði, Inga er örugglega með eitthvað uppi í erminni og spáin hljóðar upp á 13-15 stiga hita.


Hæfileikafólk

Ungarnir mínir debuttera bæði þessa dagana, Egill sem bassaslagverksleikari og reið kónguló í leikriti og Margrét sem mús í nemendasýningu ballettskólans.

Ég á myndband af Agli með hljóði sem ég skal senda þeim sem vilja, næ því ekki hér inn á síðuna.  Mían er hinsvegar hér í myndböndunum við hliðina.


Hastarleg ímyndunarveiki

images[6] Síðan á föstudaginn hef ég verið nánast rúmföst vegna....allskonar einkenna. Samanlagt ganga þau engan veginn upp nema í sjúkdómsgreiningunni hypochondria, sem er náttúrulega því sem næst ólæknanleg. Ég hef verið með nístandi hausverk, ógleði, beinverki og kuldaköst sem skiptast á við hita svo ég svitna en þó engan sótthita, smitandi geðvonsku og hjartaskerandi sjálfsvorkunn. Tekið svo mikið af aðskiljanlegum verkjalyfjum að kannski liggur beinast við að halda að þetta sé panodileitrun.

Hvað sem þetta er, vona ég að því linni sem fyrst. Annars verður næsta færsla af geðdeildinni.


Ég, í augum Míu

Nýlegar myndir af mér. IMG_0475IMG_0478

Taktu eftir að á báðum myndum er ég með kórónu.

 

 

 

 

 

 

 


Brandur!!!

Var að stússast frammi þegar ég heyrði vofveiflegan hávaða úr stofunni. Hljóp inn og þá stóð Brandur fyrir neðan gluggann, flóttalegur á svipinn, innan um litlar moldarhrúgur með grænum öngum út úr. Mín fyrstu viðbrögð voru auðvitað að ná mynd af dýrinu með sektarsvipinn en hann stakk af svo það tókst ekki. Mér tókst að bjarga flestum af litlu eplatrjánum sem hann henti niður, nú er að sjá hvort þau lifa áfallið af.


Við Castro

Hvað er annars með karlinn, er hann gersamlega ódrepandi? Mér skilst að nóg hafi verið reynt að koma honum fyrir kattarnef um ævi hans og nú gefur hann alvarlegum veikindum langt nef líka. Hljóta að vera vindlarnir.

Það eru líka fréttir af mér - við systurnar ætlum allar í heimsókn til Ingu í vikunni eftir páska. Ég hlakka ógurlega til. Ég er viss um að það verður komið vor í London þá og trén í blóma. Kannski ég reyni að draga þær með mér í Kew.

Svo er ég að hugsa alvarlega um að vera í 10 daga til hálfan mánuð við Bodensee í sumar með karl og krakka. Sé fyrir mér að það væri auðvelt og gaman fyrir alla. Get hrætt krakkana með sögum um úlfa og birni í Svartaskógi og kælt þau niður í vatninu þessu á milli. Ætti að verða minnisstætt. Þóra, tek með þökkum öllum upplýsingum frá þér um málið, man sjálf eftir Titisee og risatimburhúsinu, gauksklukkunni og feitu konunni á ströndinni. Og ógurlegum rútusöng.

Heyri í fréttunum meðan ég skrifa þetta að ég má eiga von á að borga 16.000 fyrir tannlæknaskoðun krakkanna á eftir. Á hinum Norðurlöndunum borgar hið opinbera allan tannlæknakostnað barna undir ákveðnum aldri. Bið yfirvöld, hver sem þau verða eftir næstu kosningar, að ákveða hvort við ætlum að vera jafnaðarþjóðfélag eða ekki og hætta þessum helv. línudansi milli einka- og opinbers heilbrigðiskerfis.images[3] 

 


Kaþólskir prestar og fleira

Kvöldmaturinn var steiktar kartöflur með steinselju og cheddar. Gott.

Hjólaæði Míunnar heldur áfram. Svo varð ég ógurlega pirruð í kvöld og fannst að ég þyrfti svo mikið að fá frí frá stöðugri barnaumönnun að ég var leiðinleg við bæði börnin, aðallega Míuna þó, og setti allskonar skilyrði fyrir móðurástinni; fara fljótt að sofa, vera þæg, bursta sjálf, blablabla....

Þegar ég var svo búin að dömpa öllu á Kristján, vissi ég ekkert hvað ég ætti að gera við sjálfa mig og sótti huggun í lélega sjónvarpsdagskrá.

Auðvitað endaði ég á rúmstokknum hjá Agli og útskýrði fyrir honum a) hvers vegna hann mætti ekki sjá Hannibal the cannibal og b) hvað kaþólskir prestar væru og af hverju væri fyndið að sjá þá fyrir sér: "...skipping in the meadows in our lacy frocks and caps." Ég er ekki viss um að hann hafi náð því. Eða þú.

Í framhaldi af því; mikið væri gaman að hitta John, Gerry og Vinnie aftur. Eða kannski bara vandræðalegt, ég veit ekki.

Alla vega, þetta er eitt þessara kvölda sem ég veit ekki alveg í hvaða hlutverki ég er.

Yfir og út.

 

P. S. Svo bara drullusé ég eftir því að hafa ekki farið á uppfærsluna á Pétri Gauti sem er verið að sýna í Lundúnum núna. Veit að Stefanía fór tvisvar. Öfunda hana. Vísa í bloggið hér til hliðar.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband