Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007
8.1.2007 | 14:56
Feedback!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.1.2007 | 20:03
...og sunnudagskvöld
Það tókst að setja skrifborðið saman. Kannski ekki alveg eins og það var en það eru nú aðallega spursmál um hvaða skrúfur voru notaðar og þannig tittlingaskítur. Skrifborðið lítur alveg eins og út og í upprunalegri útgáfu og hvernig veit ég það? Jú, skipulagsgáfan er svo geigvænleg að ég tók mynd af því áður en ég tók það sundur. Og tók saman allar skrúfur og setti í sérmerktan poka sem ég, notabene, gekk að í dag á nákvæmlega sama stað og ég taldi hann vera.
Svo eru jólin komin í kassa og það er nú alltaf ósköp góð tilfinning, þótt henni fylgi dálítill söknuður. Ég tek skreytingarnar svo alvarlega að meðan ég tek af trénu og kippi aðventustjakanum í sundur man ég í smáatriðum þegar ég var að koma dótinu fyrir núna í desember.
Í ár fór aldrei nema ca helmingur af skrautinu mínu upp, það er hreinlega ekki pláss fyrir það hjá okkur núna. Nema á tréð, krakkarnir fengu að skreyta það og notuðu ALLAR kúlurnar, þótt tréð væri minna en venjulega.
Annars ákvað ég að smella þessari færslu inn út af barnamenningunni á heimilunu.
1. Egill og félagar í skólanum eru búnir að koma sér upp orðtaki: "Éta Hulk, kúka Yoda."
Ég veit ekki alveg hvað þetta þýðir. Yoda eru nú eiginlega magnaðri en Hulk. Ætli aðalmálið sé ekki að báðir eru grænir og Hulk stór og Yoda lítill. Semsagt, meltingarfræði.
2. Margrét tók bók á bókasafninu í dag. Sú heitir "Húsið hennar Rauðhettu" og er gefin út af Myndabókaútgáfunni 1997. Höfundur ku vera Sabrina Orlando. Þetta er svona standard, ef mjög stytt, Rauðhetta. Málið er að á síðustu blaðsíðunni sjást Rauðhetta, amman og veiðimaðurinn skála í rauðum legi og úlfurinn liggur þreytulegur á rúminu og einhver smádýr að dansa hjá og á honum, þar af eitt með græna sólhlíf.
Nú, málið er þetta. Margrét heldur því fram að þau séu að skála í blóði úlfsins. Ég benti á að í textanum stæði að þau hefðu haldið veislu með tei og smákökum. Sú litla varð útsmogin í framan og sagði: "Já, þau segja það bara."
Svo benti Egill á að smádýrin væru að "níðast á líki úlfsins". Þá ákvað ég að loka bókinni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.1.2007 | 11:25
Ahhhhh, sunnudagsmorgnar
Þetta er skrifað í rúminu undir hádegi. Margrét (og reyndar Kristján líka?) eru að horfa á Barbiemynd, Egill að koma sér til að klára margföldunartöflu sem hann lofaði afa sínum og ég búin að lesa öll pappírsblöð og netblöð sem mér hafa dottið í hug. Þvílík sæla.
Enda er ég að fyllast eldmóði og kaffi og farin að skipuleggja tiltekt í geymslunni samhliða frágangi jólaskrautsins. Svo er löngu tímabært að Egill fái skrifborðið sitt upp. Ég kvíði bara svo mikið fyrir að setja það saman, þetta er IKEA borð og leiðbeiningarnar löngu týndar.
Ég lofaði sjálfri mér í gær að taka nú myndavélina með mér hvert sem ég fer. Það loforð var gefið á Þingvöllum í labbitúr með Öddu. Ætli Þingvellir séu fallegasti staður á Íslandi? Það er sama hvenær ársins ég kem þangað, ég fell alltaf í stafi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)