Síðasta blogg ársins

Nú er Þóra komin heim svo ég geymi þetta blogg bara, nema tjáningarþörfin beri mig ofurliði.

Ég er búin að vera hundveik, með hita og hálsbólgu, síðan á sunnudaginn. Var samt að vinna til miðnættis í gær en búin að vera í rúminu í dag. Mér fer hægt fram og kemst kannski á lappir á morgun en verð samt greinilega ekki til neinna stórræða fyrr en seinna í vikunni.

Annars er skapið bara gott, allt að verða svo jólalegt, bæði leikskólinn og skólinn að sleppa sér í undirbúningi, Stekkjastaur kom með þau fallegustu epli sem sést hafa og þau voru étin upp til agna. Gengur bara á með smákökubakstri, jólagjafakaupum og skemmtilegheitum yfir höfuð. Veit ekki hvað ég geri með jólatréð í ár, reyni sennilega að fá það hjá skógrækt Mosfellsbæjar eins og síðustu ár. Fer í það um helgina.

Svo á að reyna að vera í fríi milli jóla og nýárs.

En skipti nú semsagt yfir í órafræn samskipti.

Myndin náðist hér úti í garði í nótt, gæti verið Giljagaur.

Bless í bili.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband