Úr heimi framboða og stjórnmálavafsturs

og í minn sem er gersneyddur slíku.

Hah, þú hélst að ég ætlaði að skrifa eitthvað gáfulegt um stjórnmál. Eða skrifa eitthvað um stjórnmál.

Nei, af mér er ekkert að frétta nema mér er illt í auganu og get ekki verið með maskara. Fer því ekki mikið út en vinn eins og bestía hér heima þar sem ekkert gerist nema að Brandur fúlsar við rækjunum sem honum eru boðnar og allar perur farnir í ljósunum á stigaganginum svo maður paufast með óhreina þvottinn niður og þann hreina upp í niðamyrkri á kvöldin. Anda. Rúðurnar mattar af sjávarseltu eftir síðasta storm sem fletti upp malbiki og þeytti grjóthnullungum yfir Ánanaust og þangi alla leið hér upp á Framnesveg og Magnús gluggaþvottamaður svarar mér ekki og Egill ryðst upp stigann með einhverjum félaga sínum og þarmeð er friðurinn úti af því það þarf að sýna mér atriðið sem þeir ætla að sýna á bekkjakvöldi og snýst um að Egill syngi "Hard Rock halelúja" og Valli sé dauðhræddur og detti í gólfið en rísi svo upp aftur. Anda.

Þetta er vitundarflæði úr Vesturbænum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband