Veidiggi

c_documents_and_settings_owner_desktop_aparnir_thrir.jpg

Búin að vera velta fyrir mér gildi þess að segja sem minnst. "Orð eru silfur en þögnin gull" og allt það. Sem gegnheil blaðurskjóða finnst mér þetta orðtæki reyndar ofmetið en ég skil æ betur fánýti þess að reyna að koma einhverju á framfæri við sína nánustu með orðum.

Hlustaðir þú á prédikanir foreldra þinna? Ekki gerði ég það. Í minningunni finnst mér alltaf eins og þau hafi aldrei reynt að koma mér í skilning um gildi heimalærdóms og þrifalegs herbergis en veit að það getur ekki verið. Það bara slökknaði á öllum móttökum í mér þegar þau byrjuðu.

"Ekki gera eins og ég segi, heldur eins og ég geri."Jú, jú, það hljómar náttúrulega mjög vel, svona í fyrstu. En þegar kona pælir í þessu með fordæmin þá er þetta nú bara eins og flest önnur spakmæli: Hljómar smart og svalt en svo er harla lítið á bakvið. Því við erum jú öll ótrúlega brokkgengar fyrirmyndir. Við drekkum, reykjum, sveltum okkur, étum yfir okkur, erum grunnhyggin, hégómagjarörn, gráðug, löt, full fordóma og þröngsýn. Og þá er ég að tala um okkur sem teljast þroskaðar og vel menntaðar manneskjur. Förum ekki einu sinni út í plebbana.

Ef við færum eftir fordæmi foreldra okkar og börn okkar svo eftir fordæmi okkar, þá hefðu lestirnir margfaldast gegnum aldirnar og við værum löngu útdauð vegna skorts á skynsemi og kærleika.

En hvað þá?

Vísa í titilinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband