Sýnum kvendóm!

c_documents_and_settings_owner_desktop_images.jpg

 

Hvað eigum við að gera til að fá fleiri konur á þing? Ég hef ekki svar við því. En mig langar að prófa hugmynd sem ég hef gælt við lengi. Hún er um tungumálið. Ég er náttúrulega uppalin við þá hugmynd að tungumálið sé upphaf og endir alls, bókstaflega, og þar sem mál er mitt efni, liggur beint við að heyja sjálfstæðisbaráttu mína þar. Hér eftir verður þetta blogg á kvennsku en ekki mennsku. Því þegar tungumálið á orðið við konur, fara hlutirnir loksins að verða skiljanlegir. Því spái ég.

Burtséð frá þessari hetjulegu ákvörðun er lítið að frétta. Þvottavélin okkar bilaði og ég útskúfaði henni þar með. Hún er búin að kosta okkur jafnvirði sitt í viðgerðum á 6 árum. Við kaupum nýja og það ekki síðar en á morgun.

Við erum að fara í afmæli til Birnu á eftir og hlökkum til að hitta liðið.

A vista.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband