28.10.2006 | 17:57
Allrasviðamessa
Í "Sögu daganna" segir að Allraheilagramessa hafi verið 1. nóvember og helgidagur allra dýrlinganna sem komust ekki fyrir í almanaksárinu. Þá átti að gefa ölmusu. Daginn eftir var svo Allrasálnamessa. Árni Björnsson nefnir að líklega hafi eldri vetrarfagnaður á þessum tíma fest svona í sessi við kristnina. Ekki kemur fram hvaða fagnaður það hafi verið en hugurinn fer á flug þegar hann nefnir svo að til hafi verið sviðamessa hér, þegar sviðin voru étin nokkru eftir lok sláturtíðar. Kannski íslensk uppskeruhátíð.
Gaman væri nú ef uppskeruhátíð yrði aftur tekin upp hér og þá gætum við holað út kindahausa og kveikt á kertum í þeim svo ljósið skini fagurlega út um augun.
Það skal tekið fram að húsbóndinn á allan heiður af þessu grimmdarlega graskeri.
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt 15.3.2007 kl. 23:48 | Facebook
Athugasemdir
Hehe, ekkert smá flott grasker! En ég held samt að ekki komi vel út að hola út sviðahausa og setja kerti inn í þá. Eða hvað...
Adda (IP-tala skráð) 28.10.2006 kl. 18:51
vá! ég sé Kristján í nýju "ljósi" kannski að hola hann út og setja kerti inní hann
thora gunnarsdottir (IP-tala skráð) 29.10.2006 kl. 11:05
Þetta er eiginlega óþæglega góð hugmynd núna, Þóra.
Ásta Kristín Hauksdóttir, 29.10.2006 kl. 17:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.