27.10.2006 | 20:18
Lækningar
Kötturinn er haltur. Óljóst af hverju, það sést ekkert á löppinni. En hann haltrar hetjulega um allt. Vona að hann verði búinn að jafna sig á morgun. Vildi að ég ætti svo triscanner eins og þau í Star Trek. Þá myndi ég bara veifa honum yfir dýrinu og sjá á skjánum hvað væri að. Sama mætti gera með soninn, hann þjáist af magaverkjum og steinsmugu en hún er reyndar ekki jafn undarleg. Hann viðurkenndi að hafa kyngt heilum tyggjópakka. Með sætuefni. Ef ég beindu scannernum að dótturinni myndi sennilega bara koma broskall á hann. Vildi að ég væri svona geðgóð.
Ég var að lesa ferlega skemmtilega bók, "Plötusnúður Rauða Hersins" eftir Vladimir nokkurn Kaminer. Mæli með henni.
Ætli sé eitthvað í sjónvarpinu?
Athugasemdir
Ertu komin með jólaútlit á síðuna þína Ásta mín? Hún er annars mjög flott og varðandi köttinn, þá myndi ég nú kannski láta kíkja á hann eftir svona viku ef hann er ekki búinn að jafna sig. Er hann ekki annars tryggður hjá ykkur? Og svona btw þú ERT geðgóð, allavega hef ég ekki orðið vör við annað....
Adda (IP-tala skráð) 27.10.2006 kl. 20:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.