6.4.2006 | 10:36
Bætiefnakynslóðin
Datt í hug í morgun þegar ég var að dæla í mig daglegum skammti af lýsi-kalki-sólhatti-járni hvort þessi x-kynslóð mín sem ekki virðist hægt að kenna við neitt, sé kannski bara bætiefnakynslóðin. Þau sem opnuðu hjarta sitt fyrir eróbikk, ljósum og vaxtarrækt, urðu vitni að uppgangi heilsubúðanna og umfram allt, könnuðu með meltingarveginum ný og spennandi bætiefni sem engum, utan Kaliforníu, hafði hingað til dottið í hug að setja ofan í sig. Við verðum örugglega óskaplega vel varðveitt gamalmenni, nema þau sem þjást af áður óþekktum bætiefnaeitrunum eða hafa látist fyrir aldur fram af húðkrabba.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.