3.4.2006 | 20:04
Niður með frumlegheit!
Nú er ég búin með Skugga vindsins. Dásamlegt, ég datt alveg í hana, lagði hana eins lítið frá mér og ég gat, en það tók samt sinn tíma þar sem hún er rúmar 500 blaðsíður.
Eftir því sem lengra leið á lesturinn, fannst mér ég meira vera komin í eitthvað náskylt Leiðarljósi, bara betur skrifað og lausara við endurtekningar. Og með meiri vísun í raunveruleikann. Því þetta er róman, fullkomið dæmi um tegundina. Það eru leyndarmál og syndir í fortíðinni, ástir fríðra ungmenna sem mega ekki eigast, stríð og blóðsúthellingar og fyndnar aukapersónur. Og hvað með það? Jú, það eru náttúrulega gömul sannindi að sögurnar séu örfáar, bara sagðar aftur og aftur í nýjum búningi. Einhverra hluta vegna er eins og bestu búningarnir séu flestir á spænska tungu, kannski af því spænskan er dramatísk í eðli sínu. Hlustið bara á beina fótboltaútsendingu á spænsku og þá skiljið þið mig.
Svo komst ég að því að mín innri rokkgella er
You Are Sheryl Crow! |
Down to earth with tons of creative energy When you talk, everyone can relate to you "Life springs eternal On a gaudy neon street Not that I care at all" |
Athugasemdir
yo....vissi það alltaf
thora gunnarsdottir (IP-tala skráð) 3.4.2006 kl. 22:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.