Þvílík forsjárhyggja

Ég efast ekki um að gott eitt liggi hér að baki hjá lögreglunni en svona ýfir ógurlega á mér fjaðrirnar. Mér finnst þetta sýna þá skoðun að almenningur sé ósköp vitgrannur og gleypi við öllu og því þurfi að hafa fyrir honum vit. Og það skyldu ráðamenn aldrei ætla.
mbl.is Lögregla biður landsmenn að taka fréttum frá mótmælendum með gagnrýnum huga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til þess að strjúka fjöðrum þínum ennfrekar á rönguna þá vil ég benda þér á að með þessu fáu línum þínum um fréttina, þá ætlar þú sýslumanninum, bæði það að honum finnist almenningur vitgrannur og hitt líka að hann vilji hafa fyrir honum vit. Að hvetja til gagnrýninnar hugsunar er rauður þráður í öllu háskólanámi þar sem viskubrunnar efla andlegt þrek. Hvað ertu að pirrast?

Runólfur (IP-tala skráð) 26.4.2007 kl. 17:20

2 Smámynd: Bjarney Bjarnadóttir

Því miður er það nú svo að margir kokgleypa við öllu sem "greyið" mótmælendurnir segja og finnst fínt að fá afsakanir fyrir því að tala illa um lögregluna. Þannig að mér finnst bara gott mál að lögreglan svari fyrir sig, en ekki að mótmælendur fái alltaf að vaða uppi með allskyns óhróður, sem því miður alltof margir trúa...

Bjarney Bjarnadóttir, 26.4.2007 kl. 20:35

3 Smámynd: Óli Garðars

Miðað við hversu vel þessi þjóð er lesin, þá undrar það mig alltaf hversu marga auðtrúa vitleysingja hún inniheldur.

Óli Garðars, 26.4.2007 kl. 21:01

4 Smámynd: Ásta Kristín Hauksdóttir

Takk fyrir athugasemdirnar. Já, Runólfur, mér finnst þessi frétt benda til þess að sýslumaður treysti þjóðinni ekki til að hugsa sjálfstætt. Lögreglan sækir umboð sitt og verklag í löggjöf og ég veit ekki betur en það sé ekkert upp á þá að klaga í umgengni sinni við mótmælendur. Hafa ekki fallnir dómar sýnt það? Og veistu, maður þarf ekki að fara í háskóla til að hugsa gagnrýnið. Flestir ala nú börnin sín upp í því að trúa ekki öllu sem á þau er dembt.

Bjarney, ef þessi bón hefði komið frá mótmælendum hefði ég líka frábeðið mér forræðishyggjuna sem felst í henni.

Óli Garðars, þessi þjóð er vel lesin, býr við fréttaflutning frá mörgum fjölmiðlum og ég hef ekki hitt neinn af þessum auðtrúa vitleysingjum.

Ásta Kristín Hauksdóttir, 27.4.2007 kl. 09:27

5 identicon

bara prófa

thora gunnarsdottir (IP-tala skráð) 5.5.2007 kl. 09:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband