13.6.2006 | 22:16
Svo þreyttur...
Ég er bara að drepa tímann þar til klukkan er orðin nógu margt til að fullorðin manneskja geti farið skammlaust að sofa. Ég var að vinna til rúmlega eitt í nótt svo Leiðarljósið blessaða okkar allra færi nú fagurlega þýtt í loftið í dag. Skemmtilegur þáttur, ég er ekki frá því að Matt hafi fengið því framgengt að gufuskapnum yrði skipt út fyrir karlmannlega lund og dirfsku. Enda ekki annað við hæfi, hann er (eða var) eini karlmaðurinn í þáttunum sem hefur einhverja burði til að vera ber að ofan, konum til ánægju, og það er óspart notað og því ætti framkoman að vera við hæfi. Svo Vanessu voru settir úrslitakostir: Láttu mig vernda þig eða... Og Ross var greinilega með bláar linsur. Sem svar við beru brjósti Matts, sennilega.
Jæja, Jón og Egill komu af hjólaæfingu, Egill að verða fullfær, skilst mér. Ég hlakka til að geta farið með honum í hjólatúra niður að sjó á fallegum kvöldum í sumar.
Mér telst svo til að nú geti ég farið kinnroðalaust í háttinn.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.