14.3.2007 | 13:17
Brandur!!!
Var að stússast frammi þegar ég heyrði vofveiflegan hávaða úr stofunni. Hljóp inn og þá stóð Brandur fyrir neðan gluggann, flóttalegur á svipinn, innan um litlar moldarhrúgur með grænum öngum út úr. Mín fyrstu viðbrögð voru auðvitað að ná mynd af dýrinu með sektarsvipinn en hann stakk af svo það tókst ekki. Mér tókst að bjarga flestum af litlu eplatrjánum sem hann henti niður, nú er að sjá hvort þau lifa áfallið af.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.