Kaþólskir prestar og fleira

Kvöldmaturinn var steiktar kartöflur með steinselju og cheddar. Gott.

Hjólaæði Míunnar heldur áfram. Svo varð ég ógurlega pirruð í kvöld og fannst að ég þyrfti svo mikið að fá frí frá stöðugri barnaumönnun að ég var leiðinleg við bæði börnin, aðallega Míuna þó, og setti allskonar skilyrði fyrir móðurástinni; fara fljótt að sofa, vera þæg, bursta sjálf, blablabla....

Þegar ég var svo búin að dömpa öllu á Kristján, vissi ég ekkert hvað ég ætti að gera við sjálfa mig og sótti huggun í lélega sjónvarpsdagskrá.

Auðvitað endaði ég á rúmstokknum hjá Agli og útskýrði fyrir honum a) hvers vegna hann mætti ekki sjá Hannibal the cannibal og b) hvað kaþólskir prestar væru og af hverju væri fyndið að sjá þá fyrir sér: "...skipping in the meadows in our lacy frocks and caps." Ég er ekki viss um að hann hafi náð því. Eða þú.

Í framhaldi af því; mikið væri gaman að hitta John, Gerry og Vinnie aftur. Eða kannski bara vandræðalegt, ég veit ekki.

Alla vega, þetta er eitt þessara kvölda sem ég veit ekki alveg í hvaða hlutverki ég er.

Yfir og út.

 

P. S. Svo bara drullusé ég eftir því að hafa ekki farið á uppfærsluna á Pétri Gauti sem er verið að sýna í Lundúnum núna. Veit að Stefanía fór tvisvar. Öfunda hana. Vísa í bloggið hér til hliðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband