Færsluflokkur: Bloggar
7.11.2006 | 14:22
Úr heimi framboða og stjórnmálavafsturs
og í minn sem er gersneyddur slíku.
Hah, þú hélst að ég ætlaði að skrifa eitthvað gáfulegt um stjórnmál. Eða skrifa eitthvað um stjórnmál.
Nei, af mér er ekkert að frétta nema mér er illt í auganu og get ekki verið með maskara. Fer því ekki mikið út en vinn eins og bestía hér heima þar sem ekkert gerist nema að Brandur fúlsar við rækjunum sem honum eru boðnar og allar perur farnir í ljósunum á stigaganginum svo maður paufast með óhreina þvottinn niður og þann hreina upp í niðamyrkri á kvöldin. Anda. Rúðurnar mattar af sjávarseltu eftir síðasta storm sem fletti upp malbiki og þeytti grjóthnullungum yfir Ánanaust og þangi alla leið hér upp á Framnesveg og Magnús gluggaþvottamaður svarar mér ekki og Egill ryðst upp stigann með einhverjum félaga sínum og þarmeð er friðurinn úti af því það þarf að sýna mér atriðið sem þeir ætla að sýna á bekkjakvöldi og snýst um að Egill syngi "Hard Rock halelúja" og Valli sé dauðhræddur og detti í gólfið en rísi svo upp aftur. Anda.
Þetta er vitundarflæði úr Vesturbænum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.11.2006 | 10:41
Smá viðbót
Það hafa 4 manneskjur bloggað um þessa frétt, 3 karlar og ein kona. Körlunum finnst þetta gersamlega út í hött, verða hoppandi reiður yfir vitleysunni. Konan glottir út í annað og finnst þetta greinilega ómerkilegt mál.
Hvað finnst þér? Bara svona af því ég var að tala um kvennsku og mennsku.
Græn kona í stað karls | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.11.2006 | 10:24
Veidiggi
Búin að vera velta fyrir mér gildi þess að segja sem minnst. "Orð eru silfur en þögnin gull" og allt það. Sem gegnheil blaðurskjóða finnst mér þetta orðtæki reyndar ofmetið en ég skil æ betur fánýti þess að reyna að koma einhverju á framfæri við sína nánustu með orðum.
Hlustaðir þú á prédikanir foreldra þinna? Ekki gerði ég það. Í minningunni finnst mér alltaf eins og þau hafi aldrei reynt að koma mér í skilning um gildi heimalærdóms og þrifalegs herbergis en veit að það getur ekki verið. Það bara slökknaði á öllum móttökum í mér þegar þau byrjuðu.
"Ekki gera eins og ég segi, heldur eins og ég geri."Jú, jú, það hljómar náttúrulega mjög vel, svona í fyrstu. En þegar kona pælir í þessu með fordæmin þá er þetta nú bara eins og flest önnur spakmæli: Hljómar smart og svalt en svo er harla lítið á bakvið. Því við erum jú öll ótrúlega brokkgengar fyrirmyndir. Við drekkum, reykjum, sveltum okkur, étum yfir okkur, erum grunnhyggin, hégómagjarörn, gráðug, löt, full fordóma og þröngsýn. Og þá er ég að tala um okkur sem teljast þroskaðar og vel menntaðar manneskjur. Förum ekki einu sinni út í plebbana.
Ef við færum eftir fordæmi foreldra okkar og börn okkar svo eftir fordæmi okkar, þá hefðu lestirnir margfaldast gegnum aldirnar og við værum löngu útdauð vegna skorts á skynsemi og kærleika.
En hvað þá?
Vísa í titilinn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.10.2006 | 13:41
Sýnum kvendóm!
Hvað eigum við að gera til að fá fleiri konur á þing? Ég hef ekki svar við því. En mig langar að prófa hugmynd sem ég hef gælt við lengi. Hún er um tungumálið. Ég er náttúrulega uppalin við þá hugmynd að tungumálið sé upphaf og endir alls, bókstaflega, og þar sem mál er mitt efni, liggur beint við að heyja sjálfstæðisbaráttu mína þar. Hér eftir verður þetta blogg á kvennsku en ekki mennsku. Því þegar tungumálið á orðið við konur, fara hlutirnir loksins að verða skiljanlegir. Því spái ég.
Burtséð frá þessari hetjulegu ákvörðun er lítið að frétta. Þvottavélin okkar bilaði og ég útskúfaði henni þar með. Hún er búin að kosta okkur jafnvirði sitt í viðgerðum á 6 árum. Við kaupum nýja og það ekki síðar en á morgun.
Við erum að fara í afmæli til Birnu á eftir og hlökkum til að hitta liðið.
A vista.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.10.2006 | 17:57
Allrasviðamessa
Í "Sögu daganna" segir að Allraheilagramessa hafi verið 1. nóvember og helgidagur allra dýrlinganna sem komust ekki fyrir í almanaksárinu. Þá átti að gefa ölmusu. Daginn eftir var svo Allrasálnamessa. Árni Björnsson nefnir að líklega hafi eldri vetrarfagnaður á þessum tíma fest svona í sessi við kristnina. Ekki kemur fram hvaða fagnaður það hafi verið en hugurinn fer á flug þegar hann nefnir svo að til hafi verið sviðamessa hér, þegar sviðin voru étin nokkru eftir lok sláturtíðar. Kannski íslensk uppskeruhátíð.
Gaman væri nú ef uppskeruhátíð yrði aftur tekin upp hér og þá gætum við holað út kindahausa og kveikt á kertum í þeim svo ljósið skini fagurlega út um augun.
Það skal tekið fram að húsbóndinn á allan heiður af þessu grimmdarlega graskeri.
Bloggar | Breytt 15.3.2007 kl. 23:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.10.2006 | 23:42
Hví?
Skoðaðu þetta myndband. Sjáðu hvað maðurinn fær í verðlaun. Nánar tiltekið hvernig verðlaunin eru klædd.
Þetta er svo vírað að það vekur ekki einu sinni hrylling. Ef þetta er innsýn í þjóðarsál (og þjóðarkransæðar) Úkraníumanna...
Át heilt kíló af svínafitu á 20 mínútum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.10.2006 | 20:59
Illviðri og rafmagnsleysi í Svíþjóð...
...er ekki allt í lagi, Þóra mín?
Dálítið firrt að setja þessi fyrirspurn hér, sérstaklega ef það ER rafmagnslaust hjá þér.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.10.2006 | 20:18
Lækningar
Kötturinn er haltur. Óljóst af hverju, það sést ekkert á löppinni. En hann haltrar hetjulega um allt. Vona að hann verði búinn að jafna sig á morgun. Vildi að ég ætti svo triscanner eins og þau í Star Trek. Þá myndi ég bara veifa honum yfir dýrinu og sjá á skjánum hvað væri að. Sama mætti gera með soninn, hann þjáist af magaverkjum og steinsmugu en hún er reyndar ekki jafn undarleg. Hann viðurkenndi að hafa kyngt heilum tyggjópakka. Með sætuefni. Ef ég beindu scannernum að dótturinni myndi sennilega bara koma broskall á hann. Vildi að ég væri svona geðgóð.
Ég var að lesa ferlega skemmtilega bók, "Plötusnúður Rauða Hersins" eftir Vladimir nokkurn Kaminer. Mæli með henni.
Ætli sé eitthvað í sjónvarpinu?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.10.2006 | 16:57
Ja, hérna
Tveggja mánaða fangelsi fyrir að stela heitum potti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.10.2006 | 12:11
Svalíhalíla
Ég hélt Vetrarhátíð um síðustu helgi. Hvað get ég haldið upp á næst? Kannski ég reyni bara að halda í mér hátíðagleðinni þar til aðventan hefst. Eftir að ég hætti við að útskrifast sem líffræðingur, get ég nefnilega orðið séð dagsetningar án þess að fá hnút í magann og bara leyft mér að njóta þess hvernig ein árstíð tekur við af annarri.
En það er margt planað fyrir aðventuna, það get ég sagt þér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)