Slúbbert

Þeim fækkar, réttunum sem börnin mín borða með góðri lyst. Og mér sem finnst svo gaman að horfa á þau borða eitthvað með virkilegri ánægju. Um daginn datt ég niður á uppskrift að Sloppy Joe's, sem fékk umsvifalaust nafnið Slúbbert hjá mér. Hann hefur vakið stormandi lukku og kemst á eftirsóknarverðasta listann: "Fljótlegt, ódýrt og ekki svo óhollt" Í stuttu máli maukar maður slatta af lauk, hvítlauk, gulrótum, sellerí og steinselju, steikir létt, blandar svo saman við það hakki eða fínsöxuðu kjöti af hvaða skepnu sem er, mæli samt með svíni og kjúkling, hellir yfir slatta af Worchestershiresósu og einni dós af tómatsúpu. Mallar í 45 mínútur undir loki, styttra með kjúklingi. Svo er þessu mokað á hamborgarabrauð eða eitthvað huggulegra, kannski kjallarabollu eða gróft rúnnstykki og...eins og segir í uppskriftinni: "...troðið í andlitið."


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: SigrúnSveitó

Hljómar vel, verð að prófa þetta.  Eitt af þremur börnum mínum er einn sá mesti gikkur sem ég hef hitt um ævina...skildi hann láta sig hafa að smakka?  Spennandi. 

SigrúnSveitó, 21.3.2007 kl. 11:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband