Afgangar lifi!

Kannski fékk ég nóg af fínum mat um hátíðarnar, kannski vil ég bara snobba niður en hvað sem veldur, þá finn ég þessa dagana fyrir mikilli löngun í upphitaða afganga. Eða bara ekkert upphitaða, bara borðaða beint úr plastboxinu úr ísskápnum.

Þetta minnir mig líka svo ljúflega á þegar ég var sísvangur unglingur sem lagðist í ísskápinn þegar skóladegi lauk.

Til dæmis má nefna kalda kálböggla með rúgbrauði og miklu smjöri; sömu kálböggla hitaða á pönnu með kartöflum þar til vel brúnað og borið fram með rifnum osti; ofnsteikta kjúklingabita í raspi - betri kaldir en heitir; soðnar kartöflur frá í gær, steiktar í miklu smjöri og kryddaðar með salti, pipar og kannski smá papriku, jafnvel chilli; kaldan, steiktan þorsk, rifinn niður í salat með baunum og majónesi og kannski eplabitum - fínt með góðu brauði og svo framvegis og svo framvegis, þó ekki ad nauseum.

Þetta er sér matarkúltúr, frjór og ódýr og laus við alla þá tilgerð sem er farin að tröllríða matargerð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband