Vesturbæjarrómantík

Ætli ég sé ekki bara orðinn Vesturbæingur, ég sem ólst upp í Vogahverfinu. En frá því ég flutti að heiman hef ég búið fyrir vestan læk, að frátöldum nokkrum mánuðum í bílskúr með torfþaki við Langholtsveginn og hálfu ári í Salamanca. Árin hér eru orðin fleiri en árin í Hlunnavogi.

Mér datt þetta í hug í gær þegar ég sat á Icelandic fish and chips og týndi upp í mig mjög góðar steiktar kartöflur, löðrandi í olíu og steinselju. Svo var skyronnaise sósa með með en, æ, hvað hefur fólk á móti majónesi? Það er meinhollt, að mestu úr olíu og egg eru bara góð fyrir mann. Þetta er ágætur staður, matseðillinn leit vel út og verðið er sanngjarnt. En aðalatriðið fyrir mig var að ég gat setið og horft út á höfnina og á Esjuna meðan ég borðaði. Höfnin er bara best. Og auðvitað Esjan líka. Það er komið Te og Kaffi útibú í gamla Ellingsen húsið, heitir nú Salthúsið og er að helmingi fyllt últrasmart hönnun og að helmingi góðu kaffi og með því. Nú get ég því skeiðað á tvo staði í nágrenninu og fengið góðar veitingar og horft á vinnandi fólk á meðan, það er svo afslappandi. Ég er ekki að gleyma Kaffivagninum, alls ekki, þar er stemningin engu lík og ég fer að fara þangað aftur þegar verður búið að banna reykingar þar. (Er það kannski búið nú þegar?) Ég vann nefnilega þar í nokkarar ógleymanlegar vikur í den og minningarnar eru svo reykfylltar að mér verður ómótt bara að hugsa til þess.

Í næstu viku drekk ég hinsvegar Starbucks í New York. Hlakka mikið til.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband